Innlent

Forsætisráðherra þakkaði Framsóknarflokknum stuðning

Geir H. Haarde sagðist við lok annarar umræðu á frumvarpi því sem lagt var fram fyrr í kvöld fagna þeirri samstöðu og málefnalegu umræðu sem fram hefði farið í fyrstu og annarri umræðu. Hann sagðist telja að þó ekki allir þingmenn muni greiða frumvarpinu atkvæði verði tekin ábyrg afstaða til þess að greiða fyrir málinu.

Hann þakkaði Framsóknarflokknum og formanni hans sérstaklega þann stuðning sem þeir hafa sýnt þessu máli og sagði heppilegra að svara mörgum af þeim spurningum sem Guðni bar fram síðar. Hann sagði þær þó allar rökræðunnar og umræðunnar virði.

„Ég hygg að áhyggjur hans af háum vöxtum eigi sér samhljóm með mörgum og tek undir hana."

Hann sagðist einnig fullviss um að gengi krónunnar væri á kolvitlausum stað miðað við það sem gengið hefði á undanfarna daga og hefði þá trú að það myndi leiðréttast þegar um hægist.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×