Íslenski boltinn

Magnús tryggði Keflavík sigur á elleftu stundu

Keflvíkingar unnu í kvöld dramatískan 1-0 sigur á FH í toppleik Landsbankadeildar karla í knattspyrnu og fyrir vikið eru liðin jöfn að stigum á toppnum. Það var varamaðurinn Magnús Þorsteinsson sem skoraði sigurmark heimamanna í uppbótartíma.

Flestir reiknuðu með fjörlegum leik tveggja sóknarliða í kvöld þegar toppliðin mættust í Keflavík, en mörkin létu á sér standa þar sem bæði lið voru óvenju rög að sjá í sóknarleiknum.

Heimamenn í Keflavík, sem slógu FH út úr bikarnum syðra fyrir nokkrum dögum, voru þó aðgangsharðari á lokamínútunum og uppskáru mark í blálokin.

Nánari umfjöllun um leikinn kemur hér á Vísi eldsnemma í fyrramálið. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×