Íslenski boltinn

Pálmi Rafn tryggði Val sigur á Fram

Pálmi Rafn var á skotskónum hjá Val
Pálmi Rafn var á skotskónum hjá Val Mynd/Vilhelm

Tveimur leikjum af þremur er nú lokið í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Íslandsmeistarar Vals lögðu Fram 2-0 með mörkum frá Pálma Rafni Pálmasyni og mark Björgólfs Takefusa tryggði KR nauman 1-0 útisigur á Þrótti.

Sigur Valsmanna á Fram var nokkuð sanngjarn og réðu meistararnir ferðinni lengst af í leiknum. Þeim gekk þó illa að nýta færi sín fyrr en Pálmi gerði út um leikinn með tveimur mörkum á tveimur mínútum þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.

Leikur Þróttar og KR var frekar bragðdaufur, en Björgólfur Takefusa skoraði markið sem skildi liðin að úr vítaspyrnu sem dæmd var á 72. mínútu eftir að brotið var á Guðjóni Baldvinssyni í teignum. Björgólfur hefur nú skorað í átta síðustu leikjum KR og skaut liðinu í þriðja sæti deildarinnar.

Nánari umfjöllun um leiki kvöldsins kemur hér á Vísi í fyrramálið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×