Lífið

Gordon Ramsey saklaus af lundapyntingum

sev skrifar
Breska sjónvarpseftirlitsstofnunin Ofcom hefur úrskurðað að sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay hafi ekki brotið reglur hennar með því að drepa og éta lunda í þætti sínum The F Word.

Ofcom bárust 42 vegna þáttarins, þar sem Ramsey veiddi lunda í Vestmannaeyjum, sneri úr hálslið og át úr honum hjartað. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að atriðið bryti ekki í bága við reglur hennar, þar sem atvikið hefði átt sér stað á Íslandi, þar sem lundi væri algengur matfugl. Þá hefðu fuglarnir verið drepnir á mannúðlegan hátt.

Áhorfendum sem kvörtuðu þóttu aðfarirnar hinsvegar grimmilegar, sú hefð að borða hrátt hjartað úr fuglinum móðgandi, og töldu lunda vera í útrýmingarhættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.