Erlent

Boris Johnson ætlar að berjast gegn glæpum í London

Boris Johnson nýkjörinn borgarstjóri í London ætlar að leggja megináherslu á baráttuna gegn glæpum í borginni. Þetta sagði hann í ávarpi í dag eftir að hann sór embættiseið sinn.

Auk baráttunnar við glæpi í borginni ætlar Johnson að beita sér fyrir því að íbúum London gefist kostur á ódýru húsnæði, verja almenningsgarða fyrir ágangi þeirra sem vilja endurskipuleggja þá og bæta almenningssamgöngukerfið í borginni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×