Erlent

Kólombía í alvarlegri milliríkjadeilu við nágranna sína

Alvarleg milliríkjadeila er nú komin upp milli Kólombíu annarsvegar og Ekvador og Venesúela hinsvegar sem hafa flutt herlið að landamærum Kólombíu

Upphaf málsins er að á laugardag fengu yfirvöld í Kólombíu ábendingu um að Raul Reyes einn af háttsettustu foringjum FARC skæruliðasamtakanna væri í búðum í Ekvador rétt við landamærin að Kólombíu. Þeir sendu sprengjuþotur á staðinn sem drápu Reyes og 16 af mönnum hans í loftárás. Stjórnvöld í Ekvador urðu æf af reiði er þetta spurðist út enda töluðu Kólombíumenn hvorki við kóng eða prest áður en loftárásin var gerð. Þau kölluðu sendiherra sinn í Kólombíu heim og ráku kólombíska sendiherrann úr landi. Hugo Chavez forseti Venúsela var fljótur að blands sér í málið, fordæmdi stjórn Kólombíu fyrir verknaðinn og afturkallaði sendiherra sinn frá Kólombíu. Jafnframt hafa bæði Ekvador og Venesúela sent herlið að landamærum Kólombíu þar á meðal skriðdrekasveitir.

Stjórnvöld í Kólombíu hafa beðist opinberrar afsökunnar á loftárásinni en segja jafnframt að gögn sem náðust úr búðum Reyes sýni að samband hafi verið milli hans og Rafael Correa forseta Ekvador.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×