Sport

Enn ein verðlaunin til Jamaíka

Elvar Geir Magnússon skrifar
Melaine Walker í hlaupinu.
Melaine Walker í hlaupinu.

Melaine Walker vann gullverðlaun í 400 metra grindarhlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Peking. Walker er frá Jamaíka og hljóp á 52,64 sekúndum sem er nýtt Ólympíumet.

Þetta voru fjórðu gullverðlaun Jamaíka í frjálsíþróttakeppni leikanna og sjöundu verðlaunin alls.

Sheena Tosta frá Bandaríkjunum vann silfrið í 400 metra grindarhlaupinu og bronsið fór til Bretlands þar sem Tasha Danvers varð þriðja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×