Erlent

Mexíkönsk fegurðardrotting gripin í för með glæpagengi

Mexíkanska fegurðardrottningin Laura Zuniga var handtekin í upphafi vikunnar í för með sjö meðlimum glæpagengis og bílum fullum af vopnum og skotfærum.

Fjölmiðlar í Mexíkó fjalla um málið undir fyrirsögnum á borð við "Mjallhvít og dvergarnir sjö". Zuniga, sem vann titilinn UNgrú Sinalo í ár, var gripin með glæpamönnunum er þau reyndu að aka í gegnum eftirlitsstöð á vegum hersins í Zapopan á mánudag.

Hópurinn var saman í tveimur vörubílum sem innihéldu m.a. tvær AR-15 vélbyssur, töluverðan fjölda af skammbyssum og skotfæri í þúsundavís fyrir þessi vopn.

Mexíkanska lögreglan bar kennsl á einn glæpamannana úr hópnum en talið er að Zuniga sé kærasta bróður hans sem einnig er eftirlýstur fyrir glæpastarfsemi, m.a. fíkniefnasmygl.

Zuniga hefur borið því við í yfirheyrslum að hún hafi ætlað í verslunarferð með mönnunum til Bolivíu og Kolombíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×