Erlent

Ölvaður skaut þrjá á spilavíti í Stokkhólmi

Ölvaður maður skaut þrjá á spilavíti í Stokkhólmi í Svíþjóð í gærkvöldi. Mildi þykir að enginn fórst í þessari skotárás.

Samkvæmt fréttum af málinu í sænskum fjölmiðlum kom maðurinn að spilavítinu í miðborg Stokkhólm seint í gærkvöld en var meinaður aðgangur að staðnum sökum ölvunnar.

Við þetta fauk svo í manninn að hann dró fram skammbyssu og skaut af henni inn í spilavítið. Tvær konur og öryggisvörður í spilavítinu særðust.

Önnur konan fékk skot í fótin og hin skot í annan handlegginn. Öryggisvörðurinn særðist alvarlega en hann fékk skot í magann.

Að sögn lögreglunnar voru um 300 gestir á spilavítinu er skotárásin varð.

Eftir skotárásin hvarf maðurinn á brott og hefur ekki fundist. Hinsvegar eru til myndir af honum úr öryggismyndavélum spilavítisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×