Erlent

Abbas í Hebron í fyrsta sinn sem forseti

Mahmoud Abbas forseti Palestínumanna. MYND/AP
Mahmoud Abbas forseti Palestínumanna. MYND/AP

Mahmoud Abbas forseti Palestínumanna fór í sína fyrstu opinberu heimsókn frá því að hann tók við embætti árið 2005 til Hebron sem er stærsta borgin á Vesturbakkanum.

Fyrr í mánuðinum fluttu í ísraelskar öryggisveitir um nokkur hundruð ísraelska landtökumanna út úr byggingum í borginni með valdi. Palestínumenn eru í miklum meirihluta og búa ríflega 170.000 þeirra á svæðinu. Abbas sagði við komuna til Hebron í dag að landtökufólk verði að yfirgefa borgina.

Þá skoraði forsetinn á Ísraelsmenn til að samþykkja sex ára gamalt friðartilboð Palestínumanna en samkvæmt því myndu Ísraelar yfirgefa Vesturbakann, Gazaströndina og Gólanhæðir. Palestínumanna vilja endurhvarf til landamæra Ísraels frá því fyrir sex daga stríðið 1967. Þá lögðu Ísraelar Vesturbakkann, Gazasvæðið, Gólanhæðir í Ísrael og Sínaískaga í Egyptalandi. Síðan þá hafa þeir skilað Sínaískaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×