Erlent

Ísraelar aðvara Hamas-samtökin

Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels. MYND/AP
Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels. MYND/AP

Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segist ekki hika við að beita hernum gegn liðsmönnum Hamas-samtakanna og öðrum herskáum samtökum Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Tzipi Livni utanríkisráðherra segir að ísraelsk stjórnvöld geti ekki umborið árásir samtakanna sem beinast gegn ísraelskum þegnum.

Meira en 50 flugskeytum skotið frá Gaza

Yfir 50 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni undanfarna daga í kjölfar þess að ísraelski herinn felldi þrjá liðsmann Hamas-samtakanna. Að sögn Ísraelshers var níu handsprengjum og yfir tíu flugskeytum skotið á suðurhluta Ísraels snemma í morgun. Sex mánaða vopnahléi lauk síðasta föstudag.

,,Hamas-samtökin verða að gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir löngun Ísraela í frið látum við ekki bjóða okkur hvað sem er. Nú er nóg komið," hefur BBC eftir Livini.

Sex mánaða vopnahléi lokið

Tímabundnu vopnahléi Hamas samtakana og Ísrael á Gaza-ströndinni lauk á föstudaginn og hafði það staðið í sex mánuð en það tók gildi um miðjan júní. Í kjölfar samkomualgsins var opnað fyrir hluta landamæranna að Gaza sem Ísraelar höfðu lokað vegna flugskeytaárása þaðan.

Palestína er klofin

Palestína er klofin í tvennt. Gaza-ströndin og Vesturbakkinn, sem liggja sitthvoru megin við Ísrael, hafa verið frá því í júní 2007 undir stjórn sitthvorrar palestínsku fylkingarinnar þar sem Hamas stýrir Gaza-ströndinni og Fatah fer með völd á Vesturbakkanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×