Innlent

Olíubíll valt á Hólmahálsi

Vegurinn um Hólmaháls milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar er lokaður sem stendur eftir að olíubíll valt á hálsinum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hugsanleg meiðsl eða tjón en Vegagerðin segir óvíst hversu lengi vegurinn verður lokaður. Þær upplýsingar fengust hjá slökkviliði Fjarðabyggðar að menn á vegum þess væru að vinna á vettvangi en ekkert frekar væri hægt að segja að svo stöddu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×