Innlent

Klippa þurfti ökumann út úr bifreið

Ungur maður slasaðist og þurfti að beita klippum til að ná honum út úr bílnum, sem rann út af í hálku á Reykjanesbraut á móts við Vífilsstaðaveg í gærkvöldi.

Maðurinn slasaðist ekki alvarlega og heldur engin í tugum umferðaróhappa sem urðu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi, eftir að það tók að snjóa og flughált varð á öllum götum.Talsvert eignatjón varð í sumum tilvikum.

Strætisvagnar lentu sumstaðar í erfiðleikum á höfuðborgarsvæðinu og var aktsri hætt á sumum leiðum þar sem bratti er. Bílar eru enn á sumardekkjum, enda óheimilt að setja vetrardekk undir þá fyrr en fimmtánda október. Fréttastofunni er ekki kunnugt um alvarleg slys á þjóðvegunum í gærkvöldi og í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×