Innlent

Hæstiréttur staðfestir dóm yfir klósettnauðgara

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir Robert Dariusz Sobiecki sem ákærður var fyrir að nauðga konu inni á kvennasalerni á Hótel Sögu í mars árið 2007. Robert var dæmdur í þriggja ára fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur í júni en áður hafði Hæstiréttur ógilt fyrri sýknudóm sem féll 2007 og vísað málinu aftur í hérað.

Mál Sobiecki vakti mikla athygli á sínum tíma. Hann var sýknaður í héraðsdómi í árið 2007 en Hæstiréttur ógilti þann úrskurð og vísaði málinu aftur í hérað. Þar komust nýir dómarar að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur og dæmdu hann til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að nauðga 19 ára stúlku á salerni á Hótel Sögu.

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, skilaði sératkvæði í dag og vildi hann sýkna manninn þar sem ekki væri hafið yfir allan vafa að um nauðgun hafi verið að ræða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×