Formennska í hendur efahyggjumanns 29. desember 2008 04:00 Formennskuáætlun kynnt Karl zu Schwarzenberg utanríkisráðherra, Mirek Topolanek forsætisráðherra og Alexandr Vondra Evrópumálaráðherra kynna ESB-formennskuáætlun Tékka í Brussel 11. desember síðastliðinn. nordicphotos/afp Tékkar taka um áramótin við formennskunni í Evrópusambandinu af Frökkum, en á eftir Slóvenum eru Tékkar þar með önnur fyrrverandi austantjaldsþjóðin sem gegnir formennskuhlutverkinu. Þar sem tékkneski forsetinn, Vaclav Klaus, er þekktur fyrir að vera þjóðernissinnaður efasemdamaður um Evrópusamrunann, og íhaldsflokkur hans og forsætisráðherrans Mireks Topolanek, ODS, þykir deila þeirri hugmyndafræði, eru margir spenntir að sjá hvernig hinni sundurlyndu samsteypustjórn Topolaneks, sem ræður ekki yfir þingmeirihluta, ferst formennskuhlutverkið úr hendi. Klaus er að vísu nýgenginn úr ODS, flokknum sem hann stofnaði sjálfur eftir fall kommúnismans að fyrirmynd breska Íhaldsflokksins. Hann yfirgaf flokkinn í því skyni að leggja sitt af mörkum til að lægja innanflokksdeilur, en óvíst er að það dugi til. Víst er að alþjóðlega fjármálakreppan mun setja mjög mark sitt á formennskumisseri Tékka. Þá er þess líka vænst að örlög Lissabon-sáttmálans svonefnda skýrist á tímabilinu, en Klaus forseti hefur neitað að undirrita staðfestingu sáttmálans fyrir Tékklands hönd uns ljóst er orðið hvað írska stjórnin ætlar að gera eftir að írskir kjósendur höfnuðu staðfestingu sáttmálans í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar sem leið. Írlandsstjórn hefur boðað nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í haust það er í formennskutíð Svía eftir að komið hefur verið til móts við helstu áhyggjuefni Íra varðandi sáttmálann, í samræmi við það sem um samdist á leiðtogafundi ESB í desember. Önnur helstu áherslumál Tékka í formennskuhlutverkinu í ESB verða þessi: að gæta hagsmuna smærri aðildarríkja, að ríkisafskipti af efnahagsmálum skuli vera takmörkuð, að grannríki ESB í austri skipti máli og tengslin yfir Atlantshafið skipti meira máli en tengslin við Rússa. Fari svo að Ísland ákveði að leggja inn aðildarumsókn að ESB í vor myndi það verða Karl zu Schwarzenberg fursti, utanríkisráðherra Tékklands, sem tæki við umsókninni fyrir hönd sambandsins. Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Tékkar taka um áramótin við formennskunni í Evrópusambandinu af Frökkum, en á eftir Slóvenum eru Tékkar þar með önnur fyrrverandi austantjaldsþjóðin sem gegnir formennskuhlutverkinu. Þar sem tékkneski forsetinn, Vaclav Klaus, er þekktur fyrir að vera þjóðernissinnaður efasemdamaður um Evrópusamrunann, og íhaldsflokkur hans og forsætisráðherrans Mireks Topolanek, ODS, þykir deila þeirri hugmyndafræði, eru margir spenntir að sjá hvernig hinni sundurlyndu samsteypustjórn Topolaneks, sem ræður ekki yfir þingmeirihluta, ferst formennskuhlutverkið úr hendi. Klaus er að vísu nýgenginn úr ODS, flokknum sem hann stofnaði sjálfur eftir fall kommúnismans að fyrirmynd breska Íhaldsflokksins. Hann yfirgaf flokkinn í því skyni að leggja sitt af mörkum til að lægja innanflokksdeilur, en óvíst er að það dugi til. Víst er að alþjóðlega fjármálakreppan mun setja mjög mark sitt á formennskumisseri Tékka. Þá er þess líka vænst að örlög Lissabon-sáttmálans svonefnda skýrist á tímabilinu, en Klaus forseti hefur neitað að undirrita staðfestingu sáttmálans fyrir Tékklands hönd uns ljóst er orðið hvað írska stjórnin ætlar að gera eftir að írskir kjósendur höfnuðu staðfestingu sáttmálans í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar sem leið. Írlandsstjórn hefur boðað nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í haust það er í formennskutíð Svía eftir að komið hefur verið til móts við helstu áhyggjuefni Íra varðandi sáttmálann, í samræmi við það sem um samdist á leiðtogafundi ESB í desember. Önnur helstu áherslumál Tékka í formennskuhlutverkinu í ESB verða þessi: að gæta hagsmuna smærri aðildarríkja, að ríkisafskipti af efnahagsmálum skuli vera takmörkuð, að grannríki ESB í austri skipti máli og tengslin yfir Atlantshafið skipti meira máli en tengslin við Rússa. Fari svo að Ísland ákveði að leggja inn aðildarumsókn að ESB í vor myndi það verða Karl zu Schwarzenberg fursti, utanríkisráðherra Tékklands, sem tæki við umsókninni fyrir hönd sambandsins.
Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent