Lífið

Handboltinn á bíóskjá í Álfabakka og á Akureyri

Strákarnir voru að vonum ánægðir með sigurinn á Pólverjum í gær.
Strákarnir voru að vonum ánægðir með sigurinn á Pólverjum í gær. MYND/Vilhelm
Íslendingar eru handboltaóðir þessa dagana, enda hafa strákarnir, sem nú eru „okkar" staðið sig með prýði í Peking. Gríðarleg eftirvænting er fyrir leik landsliðsins við Spánverja sem fram fer á föstudag. Þar ræðst hvort liðið keppir um úrslit. Sambíóin hafa í ljósi þessa einstaka árangurs ákveðið að sýna leikinn í kvikmyndahúsum sínum við Álfabakka og á Akureyri.

Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að leikurinn verði sýndur endurgjaldslaust og kunni þeir við félögum sínum á Ríkisútvarpinu þakkir fyrir einstakt tækifæri til að gera þessa upplifun ennþá merkilegri. Aðstandendur búast við einstakri stemningu þegar landsmenn fylgjast með leiknum á tveimur af stærstu skjám landsins.

Leikurinn hefst klukkan korter yfir tólf á föstudaginn. Húsin opna þremur korterum fyrr, eða klukkan 11:30.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.