Hanna Birna: Við áttum ekkert val 21. ágúst 2008 11:38 Hanna Birna Kristjánsdóttir var rétt í þessu kjörin borgarstjóri Reykjvíkinga á aukafundi borgarstjónar þar sem nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók við. Hanna Birna var ráðin í embættið með átta atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn í borgarstjórn sat hjá. Hanna Birna tekur við af Ólafi F. Magnússyni sem borgarstjóri. Hanna Birna þakkaði traustið og sagðist myndu að verkum eins og hún hefði afl til. Þá sagðist hún ekki ætla að taka þátt í ávirðingum sem gengið hefðu á milli manna. Borgarfulltrúar væru allir að reyna að sinna sínum störfum að bestu getu og þetta hefði verið erfitt. Þá sagði hún að taka ætti stóra hagsmuni borgarbúa fram yfir smærri hagsmuni augnabliksins. Það hefðu verið framtíðarhagsmunir heillar borgar að slíta samstarfi við Ólaf F. Magnússonar og taka upp samstarf við Óskar. Hanna sagði að allt frá því að fyrsti meirihlutinn hefði fallið hefði ríkt ókyrrð í borgarstjórn en ábyrgðin hefði verið framsóknarmanna og sjálfstæðismanna að taka fast á málum. Þakkaði hún Ólafi F. Magnússyni fyrir samstarfið en sagði það hafa verið of erfitt. Of mikið hefði borið á milli flokkanna og nauðsynlegar málamiðlanir hefðu ekki verið til staðar í of mörgum tilvikum. Traustið hefði brostið og um leið sá kraftur sem þyrfti að vera við stjórn borgarinnar. „Við sjálfstæðismenn áttum ekkert val," sagði Hanna Birna. Breyttar efnahagsforsendur hefðu kallað á nýjan meirihluta. Hanna Birna sagði að hinn nýi meirihluti ætti eftir að sanna sig og borgarstjórn þyrfti að endurvinna traust borgarbúa. Sagði hún að í borgarstjórn réði viljinn til þess að láta gott af sér leiða og því hefðu margir góðir hlutir orðið að veruleika á síðustu misserum. Í staðinn yrði stofnaður opinn fjárfestingarsjóður. Hanna Birna bað um tíma til að láta verkin tala og halda áfram á réttri leið. Sagði hún málefnasamning Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að byggjast á miklu leyti á fyrri málefnasamningi flokkanna. Þá sagði hún að nýr meirihluti myndi vinna aðgerðaáætlun vegna breytinga í efnahags- og atvinnuumvherfi en borgarstarfsmönnum yrði ekki sagt upp eða þjónusta skert við fjölskyldur. Meirihlutinn myndi leggja áherslur á gróskumikið atvinnulíf og því yrði aftur haldið í rannsóknir vegna Bitruvirkjunar. Þá hefði náðst sátt um mál Orkuveitunnar og REI sem fælist meðal annars í sér að ekki yrði frekara fjármagn lagt inn í REI til útrásarverkefna. Tengdar fréttir Gísli Marteinn: „Alltaf legið fyrir að ég sæti í minni nefndum“ Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, segist vona að það hafi komið nægilega skýrt fram, að þrátt fyrir að hann sé hættur í nefndum og ráðum á vegum borgarinnar, taki hann enn þátt í vinnuhópum og „minni nefndum". Á borgarstjórnarfundi í dag var Gísli Marteinn kosinn 2. varaforseti borgarstjórnar en þeirri vegtyllu fylgir seta í svokallaðri forsætisnefnd. Björk Vilhelmsdóttir gagnrýnir kosninguna og segir hana greinilega hugsaða til að hækka laun hans. 21. ágúst 2008 12:41 Óskar Bergsson: Eini starfhæfi möguleikinn „Sá meirihluti sem er verið að mynda er myndaður vegna gríðarlegrar spennu og ákalls úr samfélginu um breytingar í borgarstjórn," sagði Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, á 21. ágúst 2008 11:13 Nýr meirihluti skopmynd af ríkisstjórn Davíðs og Halldórs Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn, sagði nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í borginni skopmynd af ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar og að hér væri á ferðinni meirihluti sem myndaður hefði verið eftir höfði Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og ritstjóra Fréttablaðsins. 21. ágúst 2008 10:51 Framsókn fékk stjórn OR - nefndir og ráð Guðlaugur Sverrisson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, verður nýr stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. 21. ágúst 2008 12:16 Ólafur sakar sjálfstæðismenn um vélráð, lygar og svik Ólafur F. Magnússon réðst að Sjálfstæðisflokknum í kveðjuræðu sinni sem borgarstjóri á borgarstjórnarfundi í morgun þar sem nýr meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna tekur við. 21. ágúst 2008 10:21 Hvetur kjósendur til þess að gleyma ekki vinnubrögðunum Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um þá borgarfulltrúa sem standa að nýjasta meirihlutanum í borginni. Hann sagði að borgarbúar hafi á undanförnum misserum ítrekað þurft að horfa upp á hvernig kjörnir fulltrúar hefðu misfarið með vald sitt og brotið gegn lýðræðinu. 21. ágúst 2008 11:07 Gísli Marteinn fær laun fyrir störf varaforseta Borgarstjórn kaus Gísla Martein Baldursson í sæti annars varaforseta borgarstjórnar við upphaf borgarstjórnarfundar í morgun. 21. ágúst 2008 10:35 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir var rétt í þessu kjörin borgarstjóri Reykjvíkinga á aukafundi borgarstjónar þar sem nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók við. Hanna Birna var ráðin í embættið með átta atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn í borgarstjórn sat hjá. Hanna Birna tekur við af Ólafi F. Magnússyni sem borgarstjóri. Hanna Birna þakkaði traustið og sagðist myndu að verkum eins og hún hefði afl til. Þá sagðist hún ekki ætla að taka þátt í ávirðingum sem gengið hefðu á milli manna. Borgarfulltrúar væru allir að reyna að sinna sínum störfum að bestu getu og þetta hefði verið erfitt. Þá sagði hún að taka ætti stóra hagsmuni borgarbúa fram yfir smærri hagsmuni augnabliksins. Það hefðu verið framtíðarhagsmunir heillar borgar að slíta samstarfi við Ólaf F. Magnússonar og taka upp samstarf við Óskar. Hanna sagði að allt frá því að fyrsti meirihlutinn hefði fallið hefði ríkt ókyrrð í borgarstjórn en ábyrgðin hefði verið framsóknarmanna og sjálfstæðismanna að taka fast á málum. Þakkaði hún Ólafi F. Magnússyni fyrir samstarfið en sagði það hafa verið of erfitt. Of mikið hefði borið á milli flokkanna og nauðsynlegar málamiðlanir hefðu ekki verið til staðar í of mörgum tilvikum. Traustið hefði brostið og um leið sá kraftur sem þyrfti að vera við stjórn borgarinnar. „Við sjálfstæðismenn áttum ekkert val," sagði Hanna Birna. Breyttar efnahagsforsendur hefðu kallað á nýjan meirihluta. Hanna Birna sagði að hinn nýi meirihluti ætti eftir að sanna sig og borgarstjórn þyrfti að endurvinna traust borgarbúa. Sagði hún að í borgarstjórn réði viljinn til þess að láta gott af sér leiða og því hefðu margir góðir hlutir orðið að veruleika á síðustu misserum. Í staðinn yrði stofnaður opinn fjárfestingarsjóður. Hanna Birna bað um tíma til að láta verkin tala og halda áfram á réttri leið. Sagði hún málefnasamning Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að byggjast á miklu leyti á fyrri málefnasamningi flokkanna. Þá sagði hún að nýr meirihluti myndi vinna aðgerðaáætlun vegna breytinga í efnahags- og atvinnuumvherfi en borgarstarfsmönnum yrði ekki sagt upp eða þjónusta skert við fjölskyldur. Meirihlutinn myndi leggja áherslur á gróskumikið atvinnulíf og því yrði aftur haldið í rannsóknir vegna Bitruvirkjunar. Þá hefði náðst sátt um mál Orkuveitunnar og REI sem fælist meðal annars í sér að ekki yrði frekara fjármagn lagt inn í REI til útrásarverkefna.
Tengdar fréttir Gísli Marteinn: „Alltaf legið fyrir að ég sæti í minni nefndum“ Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, segist vona að það hafi komið nægilega skýrt fram, að þrátt fyrir að hann sé hættur í nefndum og ráðum á vegum borgarinnar, taki hann enn þátt í vinnuhópum og „minni nefndum". Á borgarstjórnarfundi í dag var Gísli Marteinn kosinn 2. varaforseti borgarstjórnar en þeirri vegtyllu fylgir seta í svokallaðri forsætisnefnd. Björk Vilhelmsdóttir gagnrýnir kosninguna og segir hana greinilega hugsaða til að hækka laun hans. 21. ágúst 2008 12:41 Óskar Bergsson: Eini starfhæfi möguleikinn „Sá meirihluti sem er verið að mynda er myndaður vegna gríðarlegrar spennu og ákalls úr samfélginu um breytingar í borgarstjórn," sagði Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, á 21. ágúst 2008 11:13 Nýr meirihluti skopmynd af ríkisstjórn Davíðs og Halldórs Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn, sagði nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í borginni skopmynd af ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar og að hér væri á ferðinni meirihluti sem myndaður hefði verið eftir höfði Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og ritstjóra Fréttablaðsins. 21. ágúst 2008 10:51 Framsókn fékk stjórn OR - nefndir og ráð Guðlaugur Sverrisson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, verður nýr stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. 21. ágúst 2008 12:16 Ólafur sakar sjálfstæðismenn um vélráð, lygar og svik Ólafur F. Magnússon réðst að Sjálfstæðisflokknum í kveðjuræðu sinni sem borgarstjóri á borgarstjórnarfundi í morgun þar sem nýr meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna tekur við. 21. ágúst 2008 10:21 Hvetur kjósendur til þess að gleyma ekki vinnubrögðunum Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um þá borgarfulltrúa sem standa að nýjasta meirihlutanum í borginni. Hann sagði að borgarbúar hafi á undanförnum misserum ítrekað þurft að horfa upp á hvernig kjörnir fulltrúar hefðu misfarið með vald sitt og brotið gegn lýðræðinu. 21. ágúst 2008 11:07 Gísli Marteinn fær laun fyrir störf varaforseta Borgarstjórn kaus Gísla Martein Baldursson í sæti annars varaforseta borgarstjórnar við upphaf borgarstjórnarfundar í morgun. 21. ágúst 2008 10:35 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Gísli Marteinn: „Alltaf legið fyrir að ég sæti í minni nefndum“ Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, segist vona að það hafi komið nægilega skýrt fram, að þrátt fyrir að hann sé hættur í nefndum og ráðum á vegum borgarinnar, taki hann enn þátt í vinnuhópum og „minni nefndum". Á borgarstjórnarfundi í dag var Gísli Marteinn kosinn 2. varaforseti borgarstjórnar en þeirri vegtyllu fylgir seta í svokallaðri forsætisnefnd. Björk Vilhelmsdóttir gagnrýnir kosninguna og segir hana greinilega hugsaða til að hækka laun hans. 21. ágúst 2008 12:41
Óskar Bergsson: Eini starfhæfi möguleikinn „Sá meirihluti sem er verið að mynda er myndaður vegna gríðarlegrar spennu og ákalls úr samfélginu um breytingar í borgarstjórn," sagði Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, á 21. ágúst 2008 11:13
Nýr meirihluti skopmynd af ríkisstjórn Davíðs og Halldórs Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn, sagði nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í borginni skopmynd af ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar og að hér væri á ferðinni meirihluti sem myndaður hefði verið eftir höfði Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og ritstjóra Fréttablaðsins. 21. ágúst 2008 10:51
Framsókn fékk stjórn OR - nefndir og ráð Guðlaugur Sverrisson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, verður nýr stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. 21. ágúst 2008 12:16
Ólafur sakar sjálfstæðismenn um vélráð, lygar og svik Ólafur F. Magnússon réðst að Sjálfstæðisflokknum í kveðjuræðu sinni sem borgarstjóri á borgarstjórnarfundi í morgun þar sem nýr meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna tekur við. 21. ágúst 2008 10:21
Hvetur kjósendur til þess að gleyma ekki vinnubrögðunum Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um þá borgarfulltrúa sem standa að nýjasta meirihlutanum í borginni. Hann sagði að borgarbúar hafi á undanförnum misserum ítrekað þurft að horfa upp á hvernig kjörnir fulltrúar hefðu misfarið með vald sitt og brotið gegn lýðræðinu. 21. ágúst 2008 11:07
Gísli Marteinn fær laun fyrir störf varaforseta Borgarstjórn kaus Gísla Martein Baldursson í sæti annars varaforseta borgarstjórnar við upphaf borgarstjórnarfundar í morgun. 21. ágúst 2008 10:35