Innlent

Jóhanna á kvöldvakt fyrir Ingibjörgu Sólrúnu

MYND/Pjetur

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra verður staðgengill Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld og flytur aðalræðu Samfylkingarinnar. Forsætisráðherra flytur stefnuræðu laust fyrir klukkan átta og í framhaldinu fjalla þrír fulltrúar hvers flokks á Alþingi um ræðuna.

Röð flokkanna er þessi:

Sjálfstæðisflokkur,

Vinstri hreyfingin - grænt framboð,

Samfylkingin,

Framsóknarflokkur og

Frjálslyndi flokkurinn.

Þá kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni að Össur gegni tímabundið embættisstörfum utanríkisráðherra á meðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir jafnar sig á veikindum sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×