Innlent

Varað við snjókomu og hálkublettum víða um land

MYND/Vilhelm

Vegagerðin varar við hálkublettum á Kjalarnesi og víðast hvar á Reykjanesi. Á Sandskeiði og á Hellisheiði eru hálkublettir og éljagangur. Verið er að hálkuverja á þessum svæðum og eru vegfarendur beðnir um að aka eftir aðstæðum.

Það er víða orðið vetrarlegt og komin einhver hálka eða snjór sums staðar á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi.

Hálkublettir eru í Staðarsveit. Á Vestfjörðum er hálka á Þorskafjarðarheiði og norðanverðum Ströndum. Þá eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði, í Önundarfirði, Súgandafirði og víðar.

Hálka, krapi eða snjór eru víða á Norður og Austurlandi. Þæfingur er á Lágheiði. Hálka er á Lágheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum einnig á Vopnafjarðarheiði. Öxarfjarðarheiði er orðin ófær en þæfingsfærð er á Hellisheiði eystri. Hálkublettir og éljagangur er á Melrakkasléttu og Hálsum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×