Innlent

Kaupþingsmenn áttu frumkvæði að fundi með Geir

Forstjórar Kaupþings áttu frumkvæði að fundi með forsætisráðherra, sem fram fór í gærkvöldi.

Það hefur verið gestkvæmt í Stjórnarráðinu síðastliðna viku. Á mánudagskvöldið mætti Björgólfur Thor Björgólfsson þangað ásamt bankastjórum Landsbankans og í gær mættu svo stjórnendur Kaupþings á fund forsætisráðherra.

Ljóst er að kaup ríkisins á 75 prósent hlut í Glitni hefur töluverð áhrif á báða bankana enda hafa þeir lánað eigendum Glitnis umtalsverðar fjárhæðir sem þeir gætu þurft að afskrifa verði af kaupunum.

Eftir fundinn í gær vildi Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings, ekkert gefa upp um hvað honum þætti um kaup ríksins á hlutnum í Glitni. Hann sagði hins vegar að á fundinum hefði verið rætt almennt um stöðu mála. Enn fremur sagðist hann aðspurður að staða Kaupþings væri sterk.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×