Enski boltinn

Meiðsli Drogba ekki alvarleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Drogba í leiknum í gær.
Didier Drogba í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images

Meiðsli Didier Drogba eru ekki eins alvarleg og óttast var eftir að hann var borinn af velli í viðureign félagsins gegn Cluj í Meistaradeild Evrópu í gær.

Óttast var að hann hafi slitið krossbönd í hné en hann fór í myndatöku í dag og er talið að það hafi leitt í ljós að svo væri ekki.

Þetta hefur þó ekki enn fengist staðfest úr herbúðum Chelsea. Hins vegar er útlit fyrir að Drogba verði frá í nokkrar vikur, ekki mánuði.

Næstu tveir til þrír dagar munu leiða nánar í ljós hversu lengi hann verður frá nákvæmlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×