„Löggæslan er fyrir fólkið í landinu“ Atli Steinn Guðmundsson skrifar 16. maí 2008 12:30 MYND/Gunnar V. Andrésson „Hugsunin með stofnun þessa embættis var fyrst og fremst sú að þetta yrði einhvers konar stjórnsýslu- eða samræmingarstofnun fyrir embættin á landinu. Sú hugsun er að mínu viti í takt við það sem hefur verið að gerast á Norðurlöndunum, einkanlega Danmörku sem er að hverfa frá miðlægu skipulagi. En fyrst og fremst þurfum við að móta sjálf okkar eigin löggæslustefnu í takt við vilja almennings um leið og horft er til þess sem vel er gert annars staðar," segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, inntur eftir hugmyndum sínum um embætti ríkislögreglustjóra. Lúðvík sagði í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær að hann teldi rétt að leggja embættið niður og verja fénu fremur í að styrkja grenndarlöggæslu. Mörg verkefni ættu heima annars staðar Lúðvík segir mörg verkefna ríkislögreglustjóra eiga eins vel heima hjá öðrum embættum þeim til styrkingar og eflingar. Nefnir hann þar rekstur sérsveitar og umsjón bifreiða, alþjóðadeildina, fjarskiptamiðstöðina, greiningardeildina o.fl. „Það sem á að vera eftir er samræmingar- og eftirlitshlutverkið. Það gengur ekki að lítil þjóð skuli vera með á 500 metra radíus tvö stærstu lögregluembætti landsins. Hvaða vit er í því? Annað kostar þrjá milljarða og hitt tvo milljarða. Þegar menn skapa svona stöðu myndast ákveðinn núningur og orka fer í það að deila um hvaða verkefni eiga að vera hvar o.s.frv. í stað þess að einbeita sér að þeim verkefnum sem lögreglan á að vinna," segir Lúðvík enn fremur. Hann vill að verkefnum ríkislögreglustjóra verði skipt, meðal annars milli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans á Suðurnesjum og fleiri embætta. „Réttlætingin fyrir stofnun [ríkislögreglustjóra]embættisins var meðal annars sú að það væru svo mörg lítil embætti. Nú hefur það breyst. Í stað þess að vera 26 embætti eins og var eru þau orðin 15 og þar af tvö mjög stór. Fólk vill sinn Sigga Ég held að fjármunir sem fara til löggæslunnar myndu nýtast mun betur ef við fækkuðum um eina af þessum stóru stofnunum. Lögreglumönnum hefur lítið sem ekkert fjölgað í landinu nema hjá ríkislögreglustjóra og þeir sinna ekki þessari almennu grenndarlöggæslu sem fólk er að leita eftir. Fólk vill hafa sinn „Sigga" í nágrenninu, mann með persónulega þekkingu á samfélaginu, en ekki eitthvert miðlægt embætti langt í burtu, sem fólk hefur á tilfinningunni að kunni að vera að berjast við einhvern ímyndaðan óvin," segir Lúðvík og vísar þar til mikilvægis persónulegra tengsla borgaranna við lögreglumenn, sem þeir kannast við og treysta. Hann bendir á að fjöldi yfirmanna í lögreglunni hafi verið gagnrýndur og tvö stór embætti á litlu svæði geri yfirmannabygginguna enn þyngri í vöfum og dýrari sem því nemi. Í breskri löggæsluframkvæmd tíðkist það t.d. að gera út lögreglumenn sem séu á rölti meðal fólksins. Þetta vanti tilfinnanlega hér. Ímyndaður óvinur „Mér hefur fundist stefnan í löggæslumálum markast svolítið af baráttu við ímyndaðan óvin þar sem orðin hnattvæðing, samruni við ESB og 11. september 2001 eru mótorarnir - þó ekki megi heldur gera lítið úr breytingum í heiminum. Það er því augljóst í mínum huga að nýta má fjármunina sem renna til löggæslumála miklu betur. Löggæslustörfin eru mikilvæg störf. Það er mikil óánægja á Suðurnesjunum með það hvað grenndarlöggæsla er lítil þar. Við verðum að muna að löggæslan er fyrir fólkið í landinu, það verður að vera útgangspunkturinn í vinnu við mótun löggæslustefnu," segir Lúðvík að lokum. Hann segist hafa fengið töluverð viðbrögð við málflutningi sínum. Tengdar fréttir Vill leggja niður embætti Ríkislögreglustjóra í núverandi mynd Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að leggja eigi niður embætti Ríkislögreglustjóra í þeirri mynd sem það er núna og leggja aukna fjármuni í grenndarlöggæslu. 15. maí 2008 14:09 Segir umræðu um embætti Ríkislögreglustjóra villandi Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að opinber umræða um málið á Alþingi í gær hafi verið villandi. 16. maí 2008 11:48 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði málþófi vegna grásleppu Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Sjá meira
„Hugsunin með stofnun þessa embættis var fyrst og fremst sú að þetta yrði einhvers konar stjórnsýslu- eða samræmingarstofnun fyrir embættin á landinu. Sú hugsun er að mínu viti í takt við það sem hefur verið að gerast á Norðurlöndunum, einkanlega Danmörku sem er að hverfa frá miðlægu skipulagi. En fyrst og fremst þurfum við að móta sjálf okkar eigin löggæslustefnu í takt við vilja almennings um leið og horft er til þess sem vel er gert annars staðar," segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, inntur eftir hugmyndum sínum um embætti ríkislögreglustjóra. Lúðvík sagði í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær að hann teldi rétt að leggja embættið niður og verja fénu fremur í að styrkja grenndarlöggæslu. Mörg verkefni ættu heima annars staðar Lúðvík segir mörg verkefna ríkislögreglustjóra eiga eins vel heima hjá öðrum embættum þeim til styrkingar og eflingar. Nefnir hann þar rekstur sérsveitar og umsjón bifreiða, alþjóðadeildina, fjarskiptamiðstöðina, greiningardeildina o.fl. „Það sem á að vera eftir er samræmingar- og eftirlitshlutverkið. Það gengur ekki að lítil þjóð skuli vera með á 500 metra radíus tvö stærstu lögregluembætti landsins. Hvaða vit er í því? Annað kostar þrjá milljarða og hitt tvo milljarða. Þegar menn skapa svona stöðu myndast ákveðinn núningur og orka fer í það að deila um hvaða verkefni eiga að vera hvar o.s.frv. í stað þess að einbeita sér að þeim verkefnum sem lögreglan á að vinna," segir Lúðvík enn fremur. Hann vill að verkefnum ríkislögreglustjóra verði skipt, meðal annars milli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans á Suðurnesjum og fleiri embætta. „Réttlætingin fyrir stofnun [ríkislögreglustjóra]embættisins var meðal annars sú að það væru svo mörg lítil embætti. Nú hefur það breyst. Í stað þess að vera 26 embætti eins og var eru þau orðin 15 og þar af tvö mjög stór. Fólk vill sinn Sigga Ég held að fjármunir sem fara til löggæslunnar myndu nýtast mun betur ef við fækkuðum um eina af þessum stóru stofnunum. Lögreglumönnum hefur lítið sem ekkert fjölgað í landinu nema hjá ríkislögreglustjóra og þeir sinna ekki þessari almennu grenndarlöggæslu sem fólk er að leita eftir. Fólk vill hafa sinn „Sigga" í nágrenninu, mann með persónulega þekkingu á samfélaginu, en ekki eitthvert miðlægt embætti langt í burtu, sem fólk hefur á tilfinningunni að kunni að vera að berjast við einhvern ímyndaðan óvin," segir Lúðvík og vísar þar til mikilvægis persónulegra tengsla borgaranna við lögreglumenn, sem þeir kannast við og treysta. Hann bendir á að fjöldi yfirmanna í lögreglunni hafi verið gagnrýndur og tvö stór embætti á litlu svæði geri yfirmannabygginguna enn þyngri í vöfum og dýrari sem því nemi. Í breskri löggæsluframkvæmd tíðkist það t.d. að gera út lögreglumenn sem séu á rölti meðal fólksins. Þetta vanti tilfinnanlega hér. Ímyndaður óvinur „Mér hefur fundist stefnan í löggæslumálum markast svolítið af baráttu við ímyndaðan óvin þar sem orðin hnattvæðing, samruni við ESB og 11. september 2001 eru mótorarnir - þó ekki megi heldur gera lítið úr breytingum í heiminum. Það er því augljóst í mínum huga að nýta má fjármunina sem renna til löggæslumála miklu betur. Löggæslustörfin eru mikilvæg störf. Það er mikil óánægja á Suðurnesjunum með það hvað grenndarlöggæsla er lítil þar. Við verðum að muna að löggæslan er fyrir fólkið í landinu, það verður að vera útgangspunkturinn í vinnu við mótun löggæslustefnu," segir Lúðvík að lokum. Hann segist hafa fengið töluverð viðbrögð við málflutningi sínum.
Tengdar fréttir Vill leggja niður embætti Ríkislögreglustjóra í núverandi mynd Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að leggja eigi niður embætti Ríkislögreglustjóra í þeirri mynd sem það er núna og leggja aukna fjármuni í grenndarlöggæslu. 15. maí 2008 14:09 Segir umræðu um embætti Ríkislögreglustjóra villandi Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að opinber umræða um málið á Alþingi í gær hafi verið villandi. 16. maí 2008 11:48 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði málþófi vegna grásleppu Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Sjá meira
Vill leggja niður embætti Ríkislögreglustjóra í núverandi mynd Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að leggja eigi niður embætti Ríkislögreglustjóra í þeirri mynd sem það er núna og leggja aukna fjármuni í grenndarlöggæslu. 15. maí 2008 14:09
Segir umræðu um embætti Ríkislögreglustjóra villandi Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að opinber umræða um málið á Alþingi í gær hafi verið villandi. 16. maí 2008 11:48