Lífið

Dr. Phil hitti Britney á spítalanum

Spjallþáttasálfræðingurinn Dr. Phil McGraw, sem er áhorfendum Skjás Eins að góðu kunnur, mun á morgun taka upp heilan þátt sem mun einungis fjalla um málefni Britney Spears.

Dr.Phil er mikill vinur Spears fjölskyldunar og hitti Britney á Cedar Sinai sjúkrahúsinu, þangað sem söngkonan var lögð inn eftir geðsýkiskast, í gær. Í kjölfarið gaf hann út yfirlýsingu og sagði að Britney þyrfti að mikill hjálp að halda, bæði andlegri og líkamlegri.

Nokkrir fjölmiðlar hafa greint frá því að móðir Britney hafi samið um að dóttir sín muni koma fram í þættinum til að ræða mál sín en það hefur ekki fengist staðfest. Mamman ætlar í það minnsta sjálf að mæta og hefur í staðinn tryggt sér veglega greiðslu frá framleiðendum Dr.Phil þáttana.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.