Ákærður fyrir að borga nærri tvær milljónir í þóknun fyrir dópsmygl 27. maí 2008 13:29 Annþór Kristján Karlsson hefur samkvæmt ákæru haft mest að segja um smyglið. Fjórir menn sem allir hafa á einhverjum tíma setið í gæsluvarðhaldi vegna hraðsendingarmálsins svokallaða eru allir ákærðir fyrir skipulagningu smyglsins. Mennirnir sem um ræðir eru Annrþór Kristján Karlsson, Tómas Kristjánsson og bræðurnir Jóhannes Páll og Ari Gunnarssynir. Ákæra á hendur fjórmenningunum verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Samkvæmt henni er mönnunum gefið að sök stórfellt fíkniefnabrot á síðasta ári með því að hafa staðið saman að innflutningi á rúlega 4,6 kílóum af amfetamíni og nærri 600 grömmum af kókaíni frá Þýskalandi. Efnin voru flutt til landsins með hraðsendingarfyrirtækinu UPS, þar sem Tómas starfaði, og fundu lögregla og tollur þau 15. nóvember í bifreið fyrirtækisins fyrir utan húsnæði þess á Keflavíkurflugvelli. Annþór Kristján Karlsson er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um smyglið með Ara með því að hafa látið senda fíkniefnin frá Þýskalandi til Íslands en Annþór hugðist taka á móti þeim hér. Samkvæmt ákæru miðlaði Annþór upplýsingum milli Ara og óþekkts sendanda um tilhögun sendingarinnar og afhenti Ara 10 þúsund evrur, jafnvirði um 1,2 milljóna króna, og 500 þúsund krónur í reiðufé sem þóknun vegna innflutningsins. Annþór afplánar nú eftirstöðvar dóms sem hann hlaut fyrir líkamsárás en hann komst í fréttirnar í febrúar þegar hann flúði úr haldi lögreglunnar. Tómas Kristjánsson er sakaður um að hafa lagt á ráðin um innflutininginn ásamt Jóhannesi Páli. Samkvæmt ákæru á Tómas að hafa notað sér aðstöðu sína sem starfsmaður hraðsendingarfyrirtækisins UPS á Keflavíkurflugvelli til þess að miðla til Jóhannesar upplýsingum um hvernig haga skyldi innflutningnum. Þegar efnin voru haldlögð gerði hann Jóhannesi Páli viðvart um það þannig að ekki var reynt að nálgast þau hjá fyrirtækinu. Tómas hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá því í janúar. Þá er Jóhannes Páll ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutninginn með Tómasi og Ara og miðlað upplýsingum milli þeirra um hvernig haga skyldi sendingu fíkniefnanna þannig að þau kæmust til Annþórs án afskipta yfirvalda. Þá upplýsti hann Ara bróður sinn um að efnin hefðu verið haldlögð. Jóhannes Páll starfaði í fjármálaráðuneytinu og gerði lögreglan húsleit þar í tenglsum við rannsókn málsins. Ara er gefið að sök í ákæru að hafa komið skilaboðum milli Jóhannesar Páls og Annþórs um hvernig best væri að haga sendingu fíkniefnanna þannig að þau kæmust til Annþórs án afskipta yfirvalda. Ætlaði Ari að sjá til þess að Annþór gæti nálgast efnin hér á landi. Bæði Jóhannes Páll og Ari sátu um tíma í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Fjórir menn sem allir hafa á einhverjum tíma setið í gæsluvarðhaldi vegna hraðsendingarmálsins svokallaða eru allir ákærðir fyrir skipulagningu smyglsins. Mennirnir sem um ræðir eru Annrþór Kristján Karlsson, Tómas Kristjánsson og bræðurnir Jóhannes Páll og Ari Gunnarssynir. Ákæra á hendur fjórmenningunum verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Samkvæmt henni er mönnunum gefið að sök stórfellt fíkniefnabrot á síðasta ári með því að hafa staðið saman að innflutningi á rúlega 4,6 kílóum af amfetamíni og nærri 600 grömmum af kókaíni frá Þýskalandi. Efnin voru flutt til landsins með hraðsendingarfyrirtækinu UPS, þar sem Tómas starfaði, og fundu lögregla og tollur þau 15. nóvember í bifreið fyrirtækisins fyrir utan húsnæði þess á Keflavíkurflugvelli. Annþór Kristján Karlsson er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um smyglið með Ara með því að hafa látið senda fíkniefnin frá Þýskalandi til Íslands en Annþór hugðist taka á móti þeim hér. Samkvæmt ákæru miðlaði Annþór upplýsingum milli Ara og óþekkts sendanda um tilhögun sendingarinnar og afhenti Ara 10 þúsund evrur, jafnvirði um 1,2 milljóna króna, og 500 þúsund krónur í reiðufé sem þóknun vegna innflutningsins. Annþór afplánar nú eftirstöðvar dóms sem hann hlaut fyrir líkamsárás en hann komst í fréttirnar í febrúar þegar hann flúði úr haldi lögreglunnar. Tómas Kristjánsson er sakaður um að hafa lagt á ráðin um innflutininginn ásamt Jóhannesi Páli. Samkvæmt ákæru á Tómas að hafa notað sér aðstöðu sína sem starfsmaður hraðsendingarfyrirtækisins UPS á Keflavíkurflugvelli til þess að miðla til Jóhannesar upplýsingum um hvernig haga skyldi innflutningnum. Þegar efnin voru haldlögð gerði hann Jóhannesi Páli viðvart um það þannig að ekki var reynt að nálgast þau hjá fyrirtækinu. Tómas hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá því í janúar. Þá er Jóhannes Páll ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutninginn með Tómasi og Ara og miðlað upplýsingum milli þeirra um hvernig haga skyldi sendingu fíkniefnanna þannig að þau kæmust til Annþórs án afskipta yfirvalda. Þá upplýsti hann Ara bróður sinn um að efnin hefðu verið haldlögð. Jóhannes Páll starfaði í fjármálaráðuneytinu og gerði lögreglan húsleit þar í tenglsum við rannsókn málsins. Ara er gefið að sök í ákæru að hafa komið skilaboðum milli Jóhannesar Páls og Annþórs um hvernig best væri að haga sendingu fíkniefnanna þannig að þau kæmust til Annþórs án afskipta yfirvalda. Ætlaði Ari að sjá til þess að Annþór gæti nálgast efnin hér á landi. Bæði Jóhannes Páll og Ari sátu um tíma í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira