10-11 strákur ætlar líklega að kæra lögregluna Breki Logason skrifar 27. maí 2008 16:01 Uppákoman í 10-11 í gærkvöldi. „Við töluðum um það í gær og ætli það endi ekki með því að hann kæri," segir vinur piltsins sem staddur var ásamt nokkrum öðrum í verslun 10-11 í Grímsbæ í gærkvöldi þegar lögreglumaður tók 17 ára unglingspilt kverkataki. Vinur piltsins tók atvikið upp á myndband sem birtist á Vísi í morgun. Hann segir lögregluna hafa handtekið vin sinn í kjölfarið og var hann fluttur niður á lögreglustöð, grunaður um þjófnað. Lögreglan sagðist fyrr í dag vera að skoða atvikið. „Það var starfsmaður þarna sem hélt að við værum að stela. Hann hótaði síðan að hringja á lögregluna og við sögðumst vera til í að tala við hana enda vorum við ekki að gera neitt," segir pilturinn sem vildi ekki láta nafn síns getið. Hann segir lögregluna síðan hafa mætt á svæðið og spurt vin sinn hvað hann væri með í buxnastrengnum. „Hann sagði þetta bara vera símann sinn og sagðist ekki vera að stela neinu." Skyndilega rífur lögregluþjónninn í vininn og segir honum ekki að vera með "þennan kjaft". Hægt er að sjá átökin sem þá upphófust hér. „Hann var síðan handjárnaður og fluttur í lögreglubíl niður á lögreglustöð. Hann sagði að lögreglan hefði setið ofan á maganum á sér í lögreglubílnum." Eftir stutta yfirheyrslu var honum síðan ekið aftur að 10-11 þar sem bílinn hans var. Aðspurður um ástæður handtökunar fékk pilturinn þær útskýringar að hann hefði verið grunaður um þjófnað sem ekki hefði náðst að sanna. Verslunarstjóri í versluninni sagði fyrr í dag að síðast hefði þurft að kalla til lögreglu í verslunina vegna láta í unglingum á sunnudaginn. Vinurinn segir hinsvegar að þeir félagar hafi aldrei áður verið með læti í versluninni. „Við höfum heyrt um einhverja krakka sem hafa verið að reyna að fara í slag við starfsfólkið en það vorum ekki við." Tengdar fréttir Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið. 27. maí 2008 12:54 Lögreglan skoðar atvik í 10/11 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki. 27. maí 2008 12:58 Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki. 27. maí 2008 09:28 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
„Við töluðum um það í gær og ætli það endi ekki með því að hann kæri," segir vinur piltsins sem staddur var ásamt nokkrum öðrum í verslun 10-11 í Grímsbæ í gærkvöldi þegar lögreglumaður tók 17 ára unglingspilt kverkataki. Vinur piltsins tók atvikið upp á myndband sem birtist á Vísi í morgun. Hann segir lögregluna hafa handtekið vin sinn í kjölfarið og var hann fluttur niður á lögreglustöð, grunaður um þjófnað. Lögreglan sagðist fyrr í dag vera að skoða atvikið. „Það var starfsmaður þarna sem hélt að við værum að stela. Hann hótaði síðan að hringja á lögregluna og við sögðumst vera til í að tala við hana enda vorum við ekki að gera neitt," segir pilturinn sem vildi ekki láta nafn síns getið. Hann segir lögregluna síðan hafa mætt á svæðið og spurt vin sinn hvað hann væri með í buxnastrengnum. „Hann sagði þetta bara vera símann sinn og sagðist ekki vera að stela neinu." Skyndilega rífur lögregluþjónninn í vininn og segir honum ekki að vera með "þennan kjaft". Hægt er að sjá átökin sem þá upphófust hér. „Hann var síðan handjárnaður og fluttur í lögreglubíl niður á lögreglustöð. Hann sagði að lögreglan hefði setið ofan á maganum á sér í lögreglubílnum." Eftir stutta yfirheyrslu var honum síðan ekið aftur að 10-11 þar sem bílinn hans var. Aðspurður um ástæður handtökunar fékk pilturinn þær útskýringar að hann hefði verið grunaður um þjófnað sem ekki hefði náðst að sanna. Verslunarstjóri í versluninni sagði fyrr í dag að síðast hefði þurft að kalla til lögreglu í verslunina vegna láta í unglingum á sunnudaginn. Vinurinn segir hinsvegar að þeir félagar hafi aldrei áður verið með læti í versluninni. „Við höfum heyrt um einhverja krakka sem hafa verið að reyna að fara í slag við starfsfólkið en það vorum ekki við."
Tengdar fréttir Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið. 27. maí 2008 12:54 Lögreglan skoðar atvik í 10/11 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki. 27. maí 2008 12:58 Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki. 27. maí 2008 09:28 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið. 27. maí 2008 12:54
Lögreglan skoðar atvik í 10/11 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki. 27. maí 2008 12:58
Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki. 27. maí 2008 09:28