Lífið

Friðrik Ómar búinn að krúnuraka sig

„Þetta er voðalega þægilegt, maður bara vaknar og þarf ekkert að hafa fyrir þessu," segir söngvarinn Friðrik Ómar, sem tók nýlega vorhreingerningu á höfuðið, og krúnurakaði sig.

Aðspurður hvort hann fari þessa leið sökum minnkandi sprettu á höfði eins og algengt er þvertekur hann fyrir það. Enn sé af nógu að taka á hausnum. „Ég er bara búinn að vera með þessa Tinnagreiðslu í fimm-sex ár," segir Friðrik sem er bara nokkuð ánægður með breytingarnar.





Nýja greiðslan fer Friðriki vel.

„Ég held ég sé bara mjög hot," svarar Friðrik hlæjandi. Hann segist ekki hafa skartað þessari gerð klippingar frá því á æskuárunum á Dalvík. Greiðslan hæfir verkefnum vikunnar því vel, en hann fer ásamt Regínu Ósk norður um helgina, þar sem Eurobandið spilar á Akureyri.

Nánar má lesa um ævintýri Friðriks á heimasíðu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.