Lífið

Björgólfur Thor gaf íslenskum landsliðsmanni sérsaumað leðurvesti

Andri Ólafsson skrifar
Bjöggarnir sama í Peking
Bjöggarnir sama í Peking

Björgvin Páll Gústavsson, sem sló svo eftiminnilega í gegn í marki íslenska landsliðsins á ólympíuleikunum í Peking, fékk forláta leðurvesti að gjöf frá Björgólfi Thor Björgólfssyni eftir leik Íslendinga og Frakka um gullið.

Björgólfur vakti mikla athygli þegar hann klæddist þessu forláta sérsaumaða leðurvesti á sjálfum úrslitaleiknum en hann gaf Björgvini það í veislu sem haldin var til heiðurs íslensku íþróttamönnunum eftir leikinn.









"Við hittumst eftir úrslitaleikinn en þá borðuðum við saman landsliðið, forsetinn, Björgólfur og fleiri Íslendingar," segir Björgvin um kynni sín af ríkasta manni Íslands.

Björgvin fékk að máta vestið hans Björgólfs og var í því stærstan hluta kvöldsins.

"Svo endaði það með því að hann gaf mér bara vestið, mér til mikillar ánægju. Þetta er vonandi fyrsta skrefið í því að fá mér mótorhjól," segir Björgvin en vestið sem hann fékk að gjöf er svokallað bikervesti og er aðallega notað af mótorhjólamönnum.











Björgvin segir að vel hafi farið á með sér og gælunafna sínum.

"Það að við séum báðir kallaðir Bjöggi skemmdi ekki fyrir. Honum fannst það til dæmis skemmtilegt hvað nafnið hans heyrðist oft í stúkunni. Vegna þessa og ásamt því að hafa glatt hann á meðan Ólympíuleikunum stóð, taldi hann mig verðugan eiganda vestisins.

Ég sagði Björgólfi að vestið yrði í góðum höndum og ég myndi einungis klæðast því við vel valin tilefni," segir Björgvin Páll Gústavsson.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.