Lífið

Fleiri Borat-kærum vísað frá

Borat er ekki vinsæll hjá öllum viðmælendum sínum.
Borat er ekki vinsæll hjá öllum viðmælendum sínum.
Dómstóll í New York hefur vísað frá þremur kærum vegna myndar grínistans Sacha Barons Cohen um blaðamanninn Borat.

Þeir sem kærðu voru ökukennari og tveir mannasiðaþjálfarar sem sögðust hafa verið blekkt til þátttöku í myndinni. Dómarinn féllst ekki á þetta og sagði alla þrjá hafa þegið pening og skrifað undir samning um að koma fram í myndinni, sem þau héldu að væri heimildamynd fyrir kasakstanskt sjónvarp.

Í myndinni leikur Cohen óheflaðan kasakstanskan blaðamann sem dáir Pamelu Anderson og fyrirlítur gyðinga. Cohen tók viðtöl við fjölda manns fyrir myndina undir því yfirskyni að hann væri raunverulegur blaðamaður. Ekki voru allir viðmælendur hans sáttir þegar myndin kom út og naut gríðarlegra vinsælda um allan heim. Kærum hefur bókstaflega rignt yfir framleiðendur, en hingað til hefur þeim öllum verið vísað frá.

Cohen vinnur nú að annarri mynd, um austurríska tískuhommann Bruno.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.