Innlent

Segja Vegagerðina skulda 30-40 milljónir vegna Grímseyjarferju

Grímseyjarferja í slipp.
Grímseyjarferja í slipp. MYND/STÖÐ 2

Forsvarsmenn Vélsmiðju Orms og Víglundar segja Vegagerðina skulda sér 30-40 milljónir vegna aðkomu fyrirtækisins að breytingum á Grímseyjarferjunni, Sæfara. Ummæli um fyrirtækið í greinargerð Vegagerðarinnar vegna ferjunnar segja þeir rógburð og dylgjur. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarps nú í kvöld.

Í greinargerðinni er farið hörðum orðum um Vélsmiðjuna sem sá um stærstan hluta af endurbótum á Grímseyjarferjunni Sæfara.

Þar er fyrirtækið sagt hafa haldið viðfangsefninu í gíslingu og að verktakann hafi virst skorta bæði vilja og getu til þess að vinna af þeim krafti að verkefninu sem verkáætlun og loforð um mönnun gerði ráð fyrir.

Í fréttum Sjónvarpsins kom fram að forsvarsmenn fyrirtækisins furði sig á þessari niðurstöðu sem er þvert á það sem lögfræðingar fyrirtækisins og Vegagerðarinnar hafi áður rætt.

Þeim sé hins vegar farið að lengja eftir 30-40 milljónum sem Vegagerðin skuldi þeim vegna verksins og íhugi að sækja eigur Vélsmiðjunnar um borð í ferjuna.


Tengdar fréttir

Segja verktaka hafa haldið ferju í gíslingu

Farið er hörðum orðum um Vélsmiðju Orms og Víglundar, sem sá um stærstan hluta af endurbótum á Grímseyjarferjunni Sæfara, í nýrri skýrslu Vegagerðarinnar um málið.

Grímseyjarferjan kostaði 533 milljónir króna

Endanlegur kostnaður við Grímseyjarferju reyndist 533 milljónir króna sem ríflega þreföld sú upphæð sem fyrsta kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vegagerðarinnar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferjunni Sæfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×