Þýskaland í úrslitin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2008 19:35 Bastian Schweinsteiger og Miroslav Klose fagna marki þess síðarnefnda í kvöld. Nordic Photos / AFP Þýskaland vann í kvöld 3-2 sigur á Tyrkjum í fyrri undanúrslitaleiknum á EM 2008, eftir æsispennandi viðureign. Ugur Boral kom Tyrkjum yfir en Bastian Schweinsteiger jafnaði metin skömmu síðar, þvert gegn gangi leiksins. Síðari hálfleikur var enn æsilegri en Miroslav Klose kom Þjóðverjum yfir áður en Tyrkir jöfnuðu með marki Semih Senturk. Philipp Lahm skoraði svo sigurmark leiksins á 90. mínútunni. Tyrkir byrjuðu miklu mun betur í leiknum og voru greinilega búnir að leggja leik Þýskalands og Króatíu á minnið. Rétt eins og Króötum tókst þeim að loka á allt kantspil hjá Þjóðverjunum sem náðu í kjölfarið ekkert að skapa sér upphafsmínútur leiksins. Þýska landsliðið var nánast óþekkjanlegt frá leiknum gegn Portúgal í fjórðungsúrslitunum. Um var að ræða sama byrjunarlið og mætti til leiks þá og einnig sama leikkerfi eða 4-2-3-1. Torsten Frings var orðinn leikfær á ný en mátti sætta sig við að sitja á bekknum. Hann braut rifbein fyrir níu dögum síðan og missti af þeim sökum af leiknum gegn Portúgal. Á þrettándu mínútu fékk Tyrkland gullið tækifæri til að komast yfir. Boltinn barst á Colin Kazim-Richards, sem er fæddur í Englandi, og þrumaði hann knettinum í slána. Svo kom markið níu mínútum síðar en það var í fyrsta skiptið sem Tyrkland náði forystunni í keppninni. Boltinn barst frá hægri á Kazim sem náði skoti að marki en aftur fór boltinn í þverslána. Ugur Boral náði hins vegar frákastinu í þetta skiptið og kom boltanum yfir línuna þó svo að Jens Lehmann hafi verið nálægt því að klófesta knöttinn. Jöfnunarmarkið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og aðeins fjórum mínútum eftir mark Tyrkjanna, á 26. mínútu. Tvær stærstu hetjur þýska landsliðsins í keppninni, Lukas Podolski og Bastian Schweinsteiger, voru þar að verki. Podolski fékk boltann á vinstri kantinum, gaf fyrir og Schweinsteiger tímasetti hlaupið sitt hárrétt og lyfti boltanum í fjærhornið. Schweinsteiger skoraði keimlíkt mark gegn Portúgal í fjórðungsúrslitunum en þá í nærhornið. Bæði lið áttu sínar sóknir eftir þetta en sem fyrr voru það Tyrkir sem áttu meira í leiknum. Þeir voru meira með boltann og áttu fleiri sóknir. En fleiri mörk komu ekki í fyrri hálfleik. Simon Rolfes, miðvallarmaður Þýskalands, fékk vænan skurð við vinstra augað undir lok fyrri hálfleiks en fór af velli í hálfleik. Torsten Frings kom inn í liðið í hans stað. Síðari hálfleikur fór af stað með látum en Sabri braut á Philipp Lahm á vítateigslínunni. Hvort brotið var innan vítateigsins eða utan skipti ekki máli þar sem dómarinn dæmdi ekki brot. Bæði lið héldu áfram að sækja og fengu sín hálffæri. Þjóðverjar komust svo yfir með marki Miroslav Klose með skalla eftir mistök Rüstü í marki Tyrkja. Þar með var allt útlit fyrir sigur Þjóðverja en sem fyrr neituðu Tyrkir að játa sig sigraða. Sabri komst fram hjá Philipp Lahm á hægri kantinum og Semih Senturk náði fyrirgjöfinni og skoraði af skömmu færi á nærstönginni. Þetta mark kom á 86. mínútu, sjö mínútum á eftir marki Klose. En þýska stálið hafði betur á endanum og Lahm var þar að verki. Hann keyrði frá vinstri inn í vítateiginn, átti laglegt þríhyrningsspil við Hitzlsperger og fékk boltann aftur inn í teig. Þar var hann einn á auðum sjó og þrumaði knettinum efst í markhornið nær. Þjóðverjar hafa þar með tryggt sér sæti í úrslitum Evrópumeistaramótsins. Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Þýskaland vann í kvöld 3-2 sigur á Tyrkjum í fyrri undanúrslitaleiknum á EM 2008, eftir æsispennandi viðureign. Ugur Boral kom Tyrkjum yfir en Bastian Schweinsteiger jafnaði metin skömmu síðar, þvert gegn gangi leiksins. Síðari hálfleikur var enn æsilegri en Miroslav Klose kom Þjóðverjum yfir áður en Tyrkir jöfnuðu með marki Semih Senturk. Philipp Lahm skoraði svo sigurmark leiksins á 90. mínútunni. Tyrkir byrjuðu miklu mun betur í leiknum og voru greinilega búnir að leggja leik Þýskalands og Króatíu á minnið. Rétt eins og Króötum tókst þeim að loka á allt kantspil hjá Þjóðverjunum sem náðu í kjölfarið ekkert að skapa sér upphafsmínútur leiksins. Þýska landsliðið var nánast óþekkjanlegt frá leiknum gegn Portúgal í fjórðungsúrslitunum. Um var að ræða sama byrjunarlið og mætti til leiks þá og einnig sama leikkerfi eða 4-2-3-1. Torsten Frings var orðinn leikfær á ný en mátti sætta sig við að sitja á bekknum. Hann braut rifbein fyrir níu dögum síðan og missti af þeim sökum af leiknum gegn Portúgal. Á þrettándu mínútu fékk Tyrkland gullið tækifæri til að komast yfir. Boltinn barst á Colin Kazim-Richards, sem er fæddur í Englandi, og þrumaði hann knettinum í slána. Svo kom markið níu mínútum síðar en það var í fyrsta skiptið sem Tyrkland náði forystunni í keppninni. Boltinn barst frá hægri á Kazim sem náði skoti að marki en aftur fór boltinn í þverslána. Ugur Boral náði hins vegar frákastinu í þetta skiptið og kom boltanum yfir línuna þó svo að Jens Lehmann hafi verið nálægt því að klófesta knöttinn. Jöfnunarmarkið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og aðeins fjórum mínútum eftir mark Tyrkjanna, á 26. mínútu. Tvær stærstu hetjur þýska landsliðsins í keppninni, Lukas Podolski og Bastian Schweinsteiger, voru þar að verki. Podolski fékk boltann á vinstri kantinum, gaf fyrir og Schweinsteiger tímasetti hlaupið sitt hárrétt og lyfti boltanum í fjærhornið. Schweinsteiger skoraði keimlíkt mark gegn Portúgal í fjórðungsúrslitunum en þá í nærhornið. Bæði lið áttu sínar sóknir eftir þetta en sem fyrr voru það Tyrkir sem áttu meira í leiknum. Þeir voru meira með boltann og áttu fleiri sóknir. En fleiri mörk komu ekki í fyrri hálfleik. Simon Rolfes, miðvallarmaður Þýskalands, fékk vænan skurð við vinstra augað undir lok fyrri hálfleiks en fór af velli í hálfleik. Torsten Frings kom inn í liðið í hans stað. Síðari hálfleikur fór af stað með látum en Sabri braut á Philipp Lahm á vítateigslínunni. Hvort brotið var innan vítateigsins eða utan skipti ekki máli þar sem dómarinn dæmdi ekki brot. Bæði lið héldu áfram að sækja og fengu sín hálffæri. Þjóðverjar komust svo yfir með marki Miroslav Klose með skalla eftir mistök Rüstü í marki Tyrkja. Þar með var allt útlit fyrir sigur Þjóðverja en sem fyrr neituðu Tyrkir að játa sig sigraða. Sabri komst fram hjá Philipp Lahm á hægri kantinum og Semih Senturk náði fyrirgjöfinni og skoraði af skömmu færi á nærstönginni. Þetta mark kom á 86. mínútu, sjö mínútum á eftir marki Klose. En þýska stálið hafði betur á endanum og Lahm var þar að verki. Hann keyrði frá vinstri inn í vítateiginn, átti laglegt þríhyrningsspil við Hitzlsperger og fékk boltann aftur inn í teig. Þar var hann einn á auðum sjó og þrumaði knettinum efst í markhornið nær. Þjóðverjar hafa þar með tryggt sér sæti í úrslitum Evrópumeistaramótsins.
Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira