Þýskaland í úrslitin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2008 19:35 Bastian Schweinsteiger og Miroslav Klose fagna marki þess síðarnefnda í kvöld. Nordic Photos / AFP Þýskaland vann í kvöld 3-2 sigur á Tyrkjum í fyrri undanúrslitaleiknum á EM 2008, eftir æsispennandi viðureign. Ugur Boral kom Tyrkjum yfir en Bastian Schweinsteiger jafnaði metin skömmu síðar, þvert gegn gangi leiksins. Síðari hálfleikur var enn æsilegri en Miroslav Klose kom Þjóðverjum yfir áður en Tyrkir jöfnuðu með marki Semih Senturk. Philipp Lahm skoraði svo sigurmark leiksins á 90. mínútunni. Tyrkir byrjuðu miklu mun betur í leiknum og voru greinilega búnir að leggja leik Þýskalands og Króatíu á minnið. Rétt eins og Króötum tókst þeim að loka á allt kantspil hjá Þjóðverjunum sem náðu í kjölfarið ekkert að skapa sér upphafsmínútur leiksins. Þýska landsliðið var nánast óþekkjanlegt frá leiknum gegn Portúgal í fjórðungsúrslitunum. Um var að ræða sama byrjunarlið og mætti til leiks þá og einnig sama leikkerfi eða 4-2-3-1. Torsten Frings var orðinn leikfær á ný en mátti sætta sig við að sitja á bekknum. Hann braut rifbein fyrir níu dögum síðan og missti af þeim sökum af leiknum gegn Portúgal. Á þrettándu mínútu fékk Tyrkland gullið tækifæri til að komast yfir. Boltinn barst á Colin Kazim-Richards, sem er fæddur í Englandi, og þrumaði hann knettinum í slána. Svo kom markið níu mínútum síðar en það var í fyrsta skiptið sem Tyrkland náði forystunni í keppninni. Boltinn barst frá hægri á Kazim sem náði skoti að marki en aftur fór boltinn í þverslána. Ugur Boral náði hins vegar frákastinu í þetta skiptið og kom boltanum yfir línuna þó svo að Jens Lehmann hafi verið nálægt því að klófesta knöttinn. Jöfnunarmarkið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og aðeins fjórum mínútum eftir mark Tyrkjanna, á 26. mínútu. Tvær stærstu hetjur þýska landsliðsins í keppninni, Lukas Podolski og Bastian Schweinsteiger, voru þar að verki. Podolski fékk boltann á vinstri kantinum, gaf fyrir og Schweinsteiger tímasetti hlaupið sitt hárrétt og lyfti boltanum í fjærhornið. Schweinsteiger skoraði keimlíkt mark gegn Portúgal í fjórðungsúrslitunum en þá í nærhornið. Bæði lið áttu sínar sóknir eftir þetta en sem fyrr voru það Tyrkir sem áttu meira í leiknum. Þeir voru meira með boltann og áttu fleiri sóknir. En fleiri mörk komu ekki í fyrri hálfleik. Simon Rolfes, miðvallarmaður Þýskalands, fékk vænan skurð við vinstra augað undir lok fyrri hálfleiks en fór af velli í hálfleik. Torsten Frings kom inn í liðið í hans stað. Síðari hálfleikur fór af stað með látum en Sabri braut á Philipp Lahm á vítateigslínunni. Hvort brotið var innan vítateigsins eða utan skipti ekki máli þar sem dómarinn dæmdi ekki brot. Bæði lið héldu áfram að sækja og fengu sín hálffæri. Þjóðverjar komust svo yfir með marki Miroslav Klose með skalla eftir mistök Rüstü í marki Tyrkja. Þar með var allt útlit fyrir sigur Þjóðverja en sem fyrr neituðu Tyrkir að játa sig sigraða. Sabri komst fram hjá Philipp Lahm á hægri kantinum og Semih Senturk náði fyrirgjöfinni og skoraði af skömmu færi á nærstönginni. Þetta mark kom á 86. mínútu, sjö mínútum á eftir marki Klose. En þýska stálið hafði betur á endanum og Lahm var þar að verki. Hann keyrði frá vinstri inn í vítateiginn, átti laglegt þríhyrningsspil við Hitzlsperger og fékk boltann aftur inn í teig. Þar var hann einn á auðum sjó og þrumaði knettinum efst í markhornið nær. Þjóðverjar hafa þar með tryggt sér sæti í úrslitum Evrópumeistaramótsins. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Þýskaland vann í kvöld 3-2 sigur á Tyrkjum í fyrri undanúrslitaleiknum á EM 2008, eftir æsispennandi viðureign. Ugur Boral kom Tyrkjum yfir en Bastian Schweinsteiger jafnaði metin skömmu síðar, þvert gegn gangi leiksins. Síðari hálfleikur var enn æsilegri en Miroslav Klose kom Þjóðverjum yfir áður en Tyrkir jöfnuðu með marki Semih Senturk. Philipp Lahm skoraði svo sigurmark leiksins á 90. mínútunni. Tyrkir byrjuðu miklu mun betur í leiknum og voru greinilega búnir að leggja leik Þýskalands og Króatíu á minnið. Rétt eins og Króötum tókst þeim að loka á allt kantspil hjá Þjóðverjunum sem náðu í kjölfarið ekkert að skapa sér upphafsmínútur leiksins. Þýska landsliðið var nánast óþekkjanlegt frá leiknum gegn Portúgal í fjórðungsúrslitunum. Um var að ræða sama byrjunarlið og mætti til leiks þá og einnig sama leikkerfi eða 4-2-3-1. Torsten Frings var orðinn leikfær á ný en mátti sætta sig við að sitja á bekknum. Hann braut rifbein fyrir níu dögum síðan og missti af þeim sökum af leiknum gegn Portúgal. Á þrettándu mínútu fékk Tyrkland gullið tækifæri til að komast yfir. Boltinn barst á Colin Kazim-Richards, sem er fæddur í Englandi, og þrumaði hann knettinum í slána. Svo kom markið níu mínútum síðar en það var í fyrsta skiptið sem Tyrkland náði forystunni í keppninni. Boltinn barst frá hægri á Kazim sem náði skoti að marki en aftur fór boltinn í þverslána. Ugur Boral náði hins vegar frákastinu í þetta skiptið og kom boltanum yfir línuna þó svo að Jens Lehmann hafi verið nálægt því að klófesta knöttinn. Jöfnunarmarkið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og aðeins fjórum mínútum eftir mark Tyrkjanna, á 26. mínútu. Tvær stærstu hetjur þýska landsliðsins í keppninni, Lukas Podolski og Bastian Schweinsteiger, voru þar að verki. Podolski fékk boltann á vinstri kantinum, gaf fyrir og Schweinsteiger tímasetti hlaupið sitt hárrétt og lyfti boltanum í fjærhornið. Schweinsteiger skoraði keimlíkt mark gegn Portúgal í fjórðungsúrslitunum en þá í nærhornið. Bæði lið áttu sínar sóknir eftir þetta en sem fyrr voru það Tyrkir sem áttu meira í leiknum. Þeir voru meira með boltann og áttu fleiri sóknir. En fleiri mörk komu ekki í fyrri hálfleik. Simon Rolfes, miðvallarmaður Þýskalands, fékk vænan skurð við vinstra augað undir lok fyrri hálfleiks en fór af velli í hálfleik. Torsten Frings kom inn í liðið í hans stað. Síðari hálfleikur fór af stað með látum en Sabri braut á Philipp Lahm á vítateigslínunni. Hvort brotið var innan vítateigsins eða utan skipti ekki máli þar sem dómarinn dæmdi ekki brot. Bæði lið héldu áfram að sækja og fengu sín hálffæri. Þjóðverjar komust svo yfir með marki Miroslav Klose með skalla eftir mistök Rüstü í marki Tyrkja. Þar með var allt útlit fyrir sigur Þjóðverja en sem fyrr neituðu Tyrkir að játa sig sigraða. Sabri komst fram hjá Philipp Lahm á hægri kantinum og Semih Senturk náði fyrirgjöfinni og skoraði af skömmu færi á nærstönginni. Þetta mark kom á 86. mínútu, sjö mínútum á eftir marki Klose. En þýska stálið hafði betur á endanum og Lahm var þar að verki. Hann keyrði frá vinstri inn í vítateiginn, átti laglegt þríhyrningsspil við Hitzlsperger og fékk boltann aftur inn í teig. Þar var hann einn á auðum sjó og þrumaði knettinum efst í markhornið nær. Þjóðverjar hafa þar með tryggt sér sæti í úrslitum Evrópumeistaramótsins.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira