Þýskaland í úrslitin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2008 19:35 Bastian Schweinsteiger og Miroslav Klose fagna marki þess síðarnefnda í kvöld. Nordic Photos / AFP Þýskaland vann í kvöld 3-2 sigur á Tyrkjum í fyrri undanúrslitaleiknum á EM 2008, eftir æsispennandi viðureign. Ugur Boral kom Tyrkjum yfir en Bastian Schweinsteiger jafnaði metin skömmu síðar, þvert gegn gangi leiksins. Síðari hálfleikur var enn æsilegri en Miroslav Klose kom Þjóðverjum yfir áður en Tyrkir jöfnuðu með marki Semih Senturk. Philipp Lahm skoraði svo sigurmark leiksins á 90. mínútunni. Tyrkir byrjuðu miklu mun betur í leiknum og voru greinilega búnir að leggja leik Þýskalands og Króatíu á minnið. Rétt eins og Króötum tókst þeim að loka á allt kantspil hjá Þjóðverjunum sem náðu í kjölfarið ekkert að skapa sér upphafsmínútur leiksins. Þýska landsliðið var nánast óþekkjanlegt frá leiknum gegn Portúgal í fjórðungsúrslitunum. Um var að ræða sama byrjunarlið og mætti til leiks þá og einnig sama leikkerfi eða 4-2-3-1. Torsten Frings var orðinn leikfær á ný en mátti sætta sig við að sitja á bekknum. Hann braut rifbein fyrir níu dögum síðan og missti af þeim sökum af leiknum gegn Portúgal. Á þrettándu mínútu fékk Tyrkland gullið tækifæri til að komast yfir. Boltinn barst á Colin Kazim-Richards, sem er fæddur í Englandi, og þrumaði hann knettinum í slána. Svo kom markið níu mínútum síðar en það var í fyrsta skiptið sem Tyrkland náði forystunni í keppninni. Boltinn barst frá hægri á Kazim sem náði skoti að marki en aftur fór boltinn í þverslána. Ugur Boral náði hins vegar frákastinu í þetta skiptið og kom boltanum yfir línuna þó svo að Jens Lehmann hafi verið nálægt því að klófesta knöttinn. Jöfnunarmarkið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og aðeins fjórum mínútum eftir mark Tyrkjanna, á 26. mínútu. Tvær stærstu hetjur þýska landsliðsins í keppninni, Lukas Podolski og Bastian Schweinsteiger, voru þar að verki. Podolski fékk boltann á vinstri kantinum, gaf fyrir og Schweinsteiger tímasetti hlaupið sitt hárrétt og lyfti boltanum í fjærhornið. Schweinsteiger skoraði keimlíkt mark gegn Portúgal í fjórðungsúrslitunum en þá í nærhornið. Bæði lið áttu sínar sóknir eftir þetta en sem fyrr voru það Tyrkir sem áttu meira í leiknum. Þeir voru meira með boltann og áttu fleiri sóknir. En fleiri mörk komu ekki í fyrri hálfleik. Simon Rolfes, miðvallarmaður Þýskalands, fékk vænan skurð við vinstra augað undir lok fyrri hálfleiks en fór af velli í hálfleik. Torsten Frings kom inn í liðið í hans stað. Síðari hálfleikur fór af stað með látum en Sabri braut á Philipp Lahm á vítateigslínunni. Hvort brotið var innan vítateigsins eða utan skipti ekki máli þar sem dómarinn dæmdi ekki brot. Bæði lið héldu áfram að sækja og fengu sín hálffæri. Þjóðverjar komust svo yfir með marki Miroslav Klose með skalla eftir mistök Rüstü í marki Tyrkja. Þar með var allt útlit fyrir sigur Þjóðverja en sem fyrr neituðu Tyrkir að játa sig sigraða. Sabri komst fram hjá Philipp Lahm á hægri kantinum og Semih Senturk náði fyrirgjöfinni og skoraði af skömmu færi á nærstönginni. Þetta mark kom á 86. mínútu, sjö mínútum á eftir marki Klose. En þýska stálið hafði betur á endanum og Lahm var þar að verki. Hann keyrði frá vinstri inn í vítateiginn, átti laglegt þríhyrningsspil við Hitzlsperger og fékk boltann aftur inn í teig. Þar var hann einn á auðum sjó og þrumaði knettinum efst í markhornið nær. Þjóðverjar hafa þar með tryggt sér sæti í úrslitum Evrópumeistaramótsins. Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Þýskaland vann í kvöld 3-2 sigur á Tyrkjum í fyrri undanúrslitaleiknum á EM 2008, eftir æsispennandi viðureign. Ugur Boral kom Tyrkjum yfir en Bastian Schweinsteiger jafnaði metin skömmu síðar, þvert gegn gangi leiksins. Síðari hálfleikur var enn æsilegri en Miroslav Klose kom Þjóðverjum yfir áður en Tyrkir jöfnuðu með marki Semih Senturk. Philipp Lahm skoraði svo sigurmark leiksins á 90. mínútunni. Tyrkir byrjuðu miklu mun betur í leiknum og voru greinilega búnir að leggja leik Þýskalands og Króatíu á minnið. Rétt eins og Króötum tókst þeim að loka á allt kantspil hjá Þjóðverjunum sem náðu í kjölfarið ekkert að skapa sér upphafsmínútur leiksins. Þýska landsliðið var nánast óþekkjanlegt frá leiknum gegn Portúgal í fjórðungsúrslitunum. Um var að ræða sama byrjunarlið og mætti til leiks þá og einnig sama leikkerfi eða 4-2-3-1. Torsten Frings var orðinn leikfær á ný en mátti sætta sig við að sitja á bekknum. Hann braut rifbein fyrir níu dögum síðan og missti af þeim sökum af leiknum gegn Portúgal. Á þrettándu mínútu fékk Tyrkland gullið tækifæri til að komast yfir. Boltinn barst á Colin Kazim-Richards, sem er fæddur í Englandi, og þrumaði hann knettinum í slána. Svo kom markið níu mínútum síðar en það var í fyrsta skiptið sem Tyrkland náði forystunni í keppninni. Boltinn barst frá hægri á Kazim sem náði skoti að marki en aftur fór boltinn í þverslána. Ugur Boral náði hins vegar frákastinu í þetta skiptið og kom boltanum yfir línuna þó svo að Jens Lehmann hafi verið nálægt því að klófesta knöttinn. Jöfnunarmarkið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og aðeins fjórum mínútum eftir mark Tyrkjanna, á 26. mínútu. Tvær stærstu hetjur þýska landsliðsins í keppninni, Lukas Podolski og Bastian Schweinsteiger, voru þar að verki. Podolski fékk boltann á vinstri kantinum, gaf fyrir og Schweinsteiger tímasetti hlaupið sitt hárrétt og lyfti boltanum í fjærhornið. Schweinsteiger skoraði keimlíkt mark gegn Portúgal í fjórðungsúrslitunum en þá í nærhornið. Bæði lið áttu sínar sóknir eftir þetta en sem fyrr voru það Tyrkir sem áttu meira í leiknum. Þeir voru meira með boltann og áttu fleiri sóknir. En fleiri mörk komu ekki í fyrri hálfleik. Simon Rolfes, miðvallarmaður Þýskalands, fékk vænan skurð við vinstra augað undir lok fyrri hálfleiks en fór af velli í hálfleik. Torsten Frings kom inn í liðið í hans stað. Síðari hálfleikur fór af stað með látum en Sabri braut á Philipp Lahm á vítateigslínunni. Hvort brotið var innan vítateigsins eða utan skipti ekki máli þar sem dómarinn dæmdi ekki brot. Bæði lið héldu áfram að sækja og fengu sín hálffæri. Þjóðverjar komust svo yfir með marki Miroslav Klose með skalla eftir mistök Rüstü í marki Tyrkja. Þar með var allt útlit fyrir sigur Þjóðverja en sem fyrr neituðu Tyrkir að játa sig sigraða. Sabri komst fram hjá Philipp Lahm á hægri kantinum og Semih Senturk náði fyrirgjöfinni og skoraði af skömmu færi á nærstönginni. Þetta mark kom á 86. mínútu, sjö mínútum á eftir marki Klose. En þýska stálið hafði betur á endanum og Lahm var þar að verki. Hann keyrði frá vinstri inn í vítateiginn, átti laglegt þríhyrningsspil við Hitzlsperger og fékk boltann aftur inn í teig. Þar var hann einn á auðum sjó og þrumaði knettinum efst í markhornið nær. Þjóðverjar hafa þar með tryggt sér sæti í úrslitum Evrópumeistaramótsins.
Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira