Innlent

Ekki stórvægileg meiðsli eftir bílveltu

Sex voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, þar af tvö börn, eftir að smárúta velti í Vatnsskarði á þriðja tímanum í dag.

Á Fjörðungssjúkrahúsinu fengust þær upplýsingar að þrír aðilar væru í rannsóknum en meiðsli þeirra væru ekki talinn stórvægileg.

Að sögn lögreglunnar á Blönduósi er ekki vitað hvað gerðist en ýmislegt bendi til þess að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×