Innlent

,,Spennan er í hámarki"

Benedikt Hjartarson fyrr í kvöld. MYND / www.ermarsund.com/
Benedikt Hjartarson fyrr í kvöld. MYND / www.ermarsund.com/

,,Benedikt á eftir eftir rúmlega 2,8 kílómetra og spennan er í hámarki," segir Gréta Ingþórsdóttir sem er í fylgdarbát Benedikts Hjartarsonar, sundgarpa sem nú syndir yfir Ermarsund.

Gréta segir að Benedikt syndi á móti miklum straumi en áhöfnin voni að sundið takist upp. ,,Hann er búinn að synda í yfir 13 tíma," segir Gréta og bætir við að hún voni að sundinu fari að ljúka.




Tengdar fréttir

Benedikt Hjartarson er lagður af stað í Ermarsund

Benedikt Hjartarson sundmaður er lagður af stað yfir Ermarsund. Hann tók fyrstu sundtökin nú um hálfátta og á framundan 12-15 tíma sund. Aðstæður eru fínar, veður ágætt en spáin fyrir seinni partinn er ekkert sérstök og spurning hvort Benedikt verður þá ekki kominn langleiðina í land á ný.

Benedikt hefur lagt 12 kílómetra að baki

Benedikt Hjartarsyni gengur vel á leið sinni yfir Ermarsund. Að sögn Grétu Ingþórsdóttur, upplýsingafulltrúa Benedikts, hefur hann lagt að baki tólf kílómetra og er hann búinn að synda í um þrjár klukkustundir og fjörutíu og fimm mínútur.

Benedikt Hjartarson kominn 17 kílómetra

Sundmaðurinn Benedikt Hjartarson sem nú er á sundi yfir Ermasund er kominn 17 kílómetra á fimm klukkustundum. Benedikt sem lagði af stað klukkan eldsnemma í morgun finnur fyrir smá krampa í læri en er að öðru leyti í góðu lagi.

Benedikt verður að bíta á jaxlinn - Stunginn af marglyttu í dag

"Hann verður bara að bíta á jaxlinn. Það er það eina í stöðunni," segir Benedikt Lafleur sjósundkappi aðsurður hvaða ráð hann eigi handa Bendedikti Hjartarsyni sem freistar þess í dag að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið.

Benedikt nálgast land

Benedikt Hjartarson, sundgarpur sem syndir nú yfir Ermarsund, er búinn að synda 43 kílómetra og er bein lína í land sjö kílómetrar. Hann syndir nú á 3,8 kílómetra meðalhraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×