Innlent

Skattamál Jóns þingfest í dag

Jón Ólafsson
Jón Ólafsson

Í dag verða í Héraðsdómir Reykjavíkur þingfestar ákærur gegn Jóni Ólafssyni athafnamanni en hann er grunaður um að hafa skotið undan skatti 361 milljón króna. Hin meintu brot Jóns áttu sér stað á árunum 1999-2002. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa ekki greitt eignaskatt af fasteignum í Lundúnum og Cannes.

Fram kemur í ákærunni að um sé að ræða undanskot á tekjuskatti upp á rúmar 155 milljónir, fjármagnstekjuskatt upp á tæpar 203 milljónir og eignarskatts upp á rúmar 3 milljónir króna.

Jón er einnig ákærður fyrir að hafa ekki greitt eignaskatt af tveimur fasteignum í Lundúnum og einni í Cannes í Frakklandi. Jón er ákærður fyrir að hafa vantalið tekjur vegna greiðslu Íslenska útvarpsfélagsins á launum ráðskonu hans í Lundúnum.

Auk Jóns eru þrír aðrir ákærðir. Það eru þeir Hreggviður Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Norðurljósa og Íslenska útvarpsfélagsins, Ragnar Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóro Skífunnar, og Símon Ásgeir Gunnarsson, endurskoðandi.



Ragnar er ákærður fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Hann er sagður hafa skilað röngum skattframtölum á árunum 1999-2001 þar sem hann vantaldi alls 4,9 milljónir í tekjrr sem hann þáði frá Skífunni.

Hreggviður er ákærður fyrir að hafa skilað röngum skattframtölum á árunum 1998-2002. Hann er sagður hafa vantalið skattskyldar tekjur, eins og bifreiðastyrk og kallað persónuleg útgjöld og hlutabréf sem hann fékk frá Íslenska útvarpsfélaginu - 24,2 milljónir króna - endurmenntunarkostnað.

Í ákærunni kemur fram að Jón Ólafsson, sé ákærður sem stjórnarformaður og Hreggviður Jónsson, sem framkvæmdastjóri Norðurljósa, fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa í störfum sínum fyrir Norðurljós látið undir höfuð leggja að skrá félagið á launagreiðendaskrá, standa skil á skilagreinum staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir það og halda eftir á árunum 1999-2001, og standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda af launum starfsmanna félagsins.

Jón er ásamt Símoni, sem endurskoðanda, og Hreggviði, sem framkvæmdastjóra Íslenska útvarpsfélagsins fyrir brot á skattalögum vegna rekstrar Íslenska útvarpsfélagsins.

Ákæruna í heild sinni má lesa með þessari frétt.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×