Lífið

Britney líður best í upptökuverinu

Britney Spears.
Britney Spears.

Það er annasamt sumar framundan hjá Britney Spears því hún er ákveðin í að eyða tíma sínum í upptökuveri fyrir nýju plötuna hennar ef marka má umboðsmann hennar Larry Rudolph.

„Britney starfar í sumar með hóp af fólki í tónlistarbransanum og við erum öll mjög spennt að heyra útkomuna. Dagsetning plötunnar er ekki ákveðin en henni líður vel þegar hún er í upptökuverinu. Stundum kemur hún heilmiklu í verk og aðra daga gerist lítið. Britney fer ekki eftir stundarskrá heldur leyfir hún sér að skemmta sér og vinna á sínum hraða," segir Rudolph.

 

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.