Innlent

Benedikt hefur lagt 12 kílómetra að baki

Benedikt Hjartarson hefur lagt 12 kílómetra að baki. Mynd/ Ermarsund.com
Benedikt Hjartarson hefur lagt 12 kílómetra að baki. Mynd/ Ermarsund.com

Benedikt Hjartarsyni gengur vel á leið sinni yfir Ermarsund. Að sögn Grétu Ingþórsdóttur, upplýsingafulltrúa Benedikts, hefur hann lagt að baki tólf kílómetra og er hann búinn að synda í um þrjár klukkustundir og fjörutíu og fimm mínútur. Gréta segir að sundið hafi gengið vel. Það sé ágætis veður og tiltölulega sléttur sjór.

Gréta segir að matargjafir gangi mjög vel. „Það vekur athygli hvernig þetta er gert. Þetta er gert með veiðistöng. Hann er með flösku í hulstri sem er slakað til hans," segir Gréta. Hún bendir á að hvorki eftirlitsmaður né eftirlitskona sem fylgist með sundinu hafi séð þetta gert áður.

Gréta segir að Ermarsundið sé 32 kílómetrar í beinni loftlínu. Leiðin sé þó í það minnsta 40 kílómetrar, meðal annars vegna mikillar skipaumferðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×