Innlent

Stuðningur við Hönnu Birnu eykst

Hanna Birna nýtur stuðnings um þriðjungs kjósenda.
Hanna Birna nýtur stuðnings um þriðjungs kjósenda.
Um það bil 33 prósent borgarbúa vilja að Hanna Birna Krtistjánsdóttir verði borgarstjóri en tæp 44 prósent vilja að Dagur B. Eggertsson verði það, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Þetta er mikil fylgisaukning við Hönnu Birnu, sem varla komst á blað í könnun blaðsins í febrúar. Hinsvegar dvínar fylgi Dags verulega, eða úr tæpum 57 prósentum í febrúar, niður í tæp 44 prósent núna. Í þriðja sæti kemur Svandís Svavarsdóttir með 9,9 prósenta fylgi, Ólafur F. Magnússon með tæp fjögur prósent og Óskar Bergsson með innan við tvö prósent.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×