Lífið

25.000 Íslendingar hafa séð Mamma Mia

Meryl Streep, 59 ára, ásamt dóttur sinni á frumsýningu Mamma Mia í Lundúnum.
Meryl Streep, 59 ára, ásamt dóttur sinni á frumsýningu Mamma Mia í Lundúnum.

Leikkonan Meryl Streep sem leikur á móti Pierce Brosnan í kvikmyndinni Mamma Mia sem sýnd er hér á landi við góða aðsókn heldur því fram í tímaritinu Closer aðspurð út í fríðindin sem fylgja glamúrlífinu að hún er langt frá því að vera dekruð því hún er jarðbundin kona sem er vön að strauja eigin fatnað og tekur strætisvagn vikulega til að versla í matinn.



Meryl og Amanda Seyfried sem fer með hlutverk dóttur hennar í kvikmyndinni Mamma Mia.

25 þúsund Íslendingar hafa nú þegar séð myndina Mamma Mia, sem byggð er á Abba-söngleiknum vinsæla, samkvæmt talsmanni Laugarásbíó og ekkert lát virðist vera á aðsókninni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.