Innlent

Einræða Kópavogsbæjar

Magnús Már Guðmundsson skrifar

Arna Harðardóttir, formaður Betri byggðar í Kársnesi, segir að kynningarfundur sem haldinn var í gærkvöldi um blandaða byggð á Kársnesi hafi verið einræðu á vegum Kópavogsbæjar.

,,Fundurinn var einræða á vegum bæjarins og íbúum var ekki gefin kostur á að koma með neinar fyrirspurnir," segir Arna um kynningarfundinn sem var vel sóttur að hennar mati miðað við árstíma.

Arna segir að nýju tillögurnar hafi verið bornar saman við eldri hugmyndir frá árinu 2006. ,,Það er verið slá ryki framan í fólk því bærinn sagði sjálfur að þær tillögur væru óraunhæfar og dró þær til baka og lagði fram aðrar í apríl á seinasta ári. Við vorum að mótmæla þeim hugmyndum í fyrrasumar." segir Arna.

Í nýju tillögunum er gert ráð fyrir aukningu á öllum sviðum að mati Örnu og nefnir sem dæmi að fyrirhugað svæði fyrir atvinnuhúsnæði hefur aukist úr 50.000 fermetrum í 75.000. Arna segir einnig að íbúðafjöldi verði á bilinu 1000 til 1200 samkvæmt nýju hugmyndunum en þær hafi verið 840 talsins í tillögunum frá því í fyrra.

,,Bærinn óskar nú eftir athugasemdum við nýju tillögurnar sem er blaut tuska framan í þá sem skiluðu inn athugasemdum í fyrrasumar og þurfa nú að gera það aftur," segir Arna.

Arna segir að samtökin Betri byggð á Kársnesi eigi eftir að ráða ráðum sínum varðandi næstu skref. Sjálf segist hún vera jákvæð gagnvart þeirri hugmyndafræði sem nú er haldið af stað með og svæðið verði skipulagt í heild sinni til framtíðar en ekki bútum eins og fyrri tillögur hafi gert ráð fyrir.






Tengdar fréttir

Blaut tuska framan í íbúa Kársness

Formaður samtakanna Betri byggð á Kársnesi segir nýjar skipulagstillögur bæjaryfirvalda í Kópavogi vera blauta tusku framan í íbúa Kársness.

Bæjarskipulagið fer ekki í frí

Upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Örnu Harðardóttir, formanns Betri byggðar á Kársnesi, varðandi fundarboð og tímasetningar kynningarfundar sem haldinn verður í kvöld þar sem framtíðarskipulag Kársness verður kynnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×