Innlent

Þrír mannhæða háir gluggar brotnuðu á staðgengli Herjólfs

St Ola er eistneskt skip
St Ola er eistneskt skip

St. Ola sem siglir á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja í fjarveru Herjólfs fékk á sig brotsjó um átta leytið í kvöld. Gísli Óskarsson fréttaritari Stöðvar 2 í Vestmannaeyjum segir skipið væntanlegt til eyja um eitt leytið í nótt.

Herjólfur er í viðgerð í slipp og hefur St. Ola leyst hann af upp á síðkastið. Skipið sem er smíðað í Eistlandi er ætlað í Eystrasaltssiglnar og er öðruvísi byggt en skip sem sigla í Norður Atlantshafi að sögn Gísla.

„Það brotnuðu þrír mannhæðaháir gluggar þannig að þú getur rétt ýmindað þér hvernig þetta var um borð," segir Gísli og bætir við að farþegar hafi verið verulega skelfdir.

Skipið fékk á sig brotsjó á hlið rétt fyrir utan Þorlákshöfn en ákveðið var að sigla áfram en það er siglt á hálfum hraða að sögn Gísla.

Skipið var væntanlegt til eyja rétt fyrir klukkan ellefu en er ekki væntanlegt fyrrr en um eitt leytið í nótt. Veðrið í Vestmannaeyjum er mjög slæmt að sögn Gísla sem telur nær öruggt að fyrri ferðin falli niður í fyrramálið.

„Það verður unnið að viðgerð við að loka gluggum og annað."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×