Innlent

Tvö málverk seld á 25.000 kr. á menningarhátíð Grand rokk

Hinu hefðbundna málverkauppboði á menningarhátíð Grand rokk lauk fyrir stundu. Alls voru 12 málverk boðin upp og fóru tvö þeirra á 25.000 kr.

Eins og áður er um að ræða verk sem máluð voru á staðnum yfir helgina og gátu gestir menningarbúllunnar fylgst með framvindu mála hjá listamönnunum.

Raunar má segja að þeir sem keyptu tvö dýrustu verkin hafi gert góð kaup því bæði eru þau eftir þekkta málara, Ómar Stefánsson og Stefán Berg.

Auk þess fór hefðbundið bókauppboð fram á Grand rokk í dag en það var að venju í umsjón Bókasölu Braga á Hverfisgötunni. Dýrasta bókin á því var slegin á 8.000 kr.

Menningarhátíðinni lýkur nú kl. 18 með grillveislu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×