Innlent

Verulega dregur úr eftirspurn eftir bandarískum pallbílum

Verulega hefur dregið úr eftirspurn hér á landi eftir bandarískum pallbílum. Bílasali á Selfossi segir að markaðurinn með slíka bíla sé dapur.

 

Bandarískir pallbílar hafa verið vinsælir hér á landi undanfarin ár en innflutningur á þeim jókst verulega þegar krónan var hvað sterkust. Bílarnir eru þó eyðslufrekir og hækkandi eldsneytisverð hefur því sett strik í reikninginn.

Bílasalan IB á Selfossi hefur sérhæft sig í sölu á bandarískum bílum, þar á meðal pallbílum. Þar finna menn fyrir verulegum samdrætti í eftirspurn.

Um síðustu áramót tóku í gildi nýjar reglur sem kveða á um að allir pallbílar þyngri en 3,5 tonn skuli vera búnir hraðatakmarkara þannig ekki sé hægt að aka þeim hraðar en 90 kílómetra á klukkustund.

Magnús Vignir Árnason hjá IB á Selfossi segir reglugerðina til þess búna að draga enn frekar úr eftirspurn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×