Innlent

Ríkið mun ekki lenda í vanskilum

Geir Haarde forsætisráðherra.
Geir Haarde forsætisráðherra.

Íslenska ríkið hefur ekki lent í vanskilum með afborganir sínar og mun ekki gera það, enda er ríkissjóður nánast skuldlaus. Íslenska ríkið mun standa við skuldbindingar sínar nú sem áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu vegna skrifa í dálknum Lex í Financial Times. Þar er því haldið fram að skuldir íslenska ríkisins séu það miklar að ríkið geti varla staðið undir þeim öllum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×