Innlent

Steingrímur ávarpar færeyska þingið

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hefur þekkst heimboð til Færeyja í tengslum við 60 ára afmæli Tjoðveldisflokksins sem er systurflokkur Vinstri grænna.

Í heimsókn sinni til Færeyja mun Steingrímur hitta ráðamenn og ávarpa þingið á morgun. Þar hyggst hann nýta tækifærið og þakka Færeyingum rausnarlegan stuðning við Íslendinga á erfiðum tímum.

Færeyingar ætla að lána Íslendingum 300 milljónir danskra króna að jafnvirði 6,1 milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×