Innlent

Dæmdur fyrir að hafa bitið dyravörð í fingurinn

Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík. MYND/Vilmundur

Héraðsdómur Vestfjarða hefur sakfellt karlmann fyrir að hafa bitið í litla fingur dyravarðar í Félagsheimilinu Víkurbæ í Bolungarvík þannig að hann hlaut tveggja sentímetra skurð.

Árásin átti sér stað sumarið 2006. Maðurinn neitaði sök í málinu en viðurkenndi hins vegar að hafa bitið dyravörðinn í sjálfsvörn. Undir það tók dómurinn að hluta og tók mið af framburði vitna.

Maðurinn rauf skilorð með broti sínu en dómurinn segir að málið hafi dregist úr hömlu hjá ákæruvaldinu og var meðal annars tekið tillit til þess þegar ákveðið var að gera manninum ekki sérstaka refsingu í málinu. Hins vegar var hann dæmdur til að greiða dyraverðinum um 90 þúsund krónur í bætur vegna árásarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×