Innlent

Mannskæð árás í Afganistan í morgun

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/AP

Ellefu eru látnir og 58 særðir eftir bílsprengjusjálfsmorðsárás gegn bílalest hermanna í austurhluta Afganistans í morgun.

Meðal hinna látnu voru að minnsta kosti tveir hermenn úr liði NATO. Maður mun hafa ekið bíl sínum, sem var hlaðinn sprengiefni, inn í bílalest hermanna sem átti leið um fjölfarinn markað í borginni Jalalabad nærri landamærum Pakistands.

Ekki hefur verið staðfest hverjir stóðu á bak við árásina en afgönsk stjórnvöld grunar uppreisnarmenn úr röðum al-Qaida eða talibana um verknaðinn. Þeir hafa staðið fyrir fjölmörgum blóðugum árásum á síðustu mánuðum og misserum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×