Innlent

Stillimynd á Skjá einum í kvöld

Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdarstjóri Skjásins sem m.a rekur Skjá einn segir að engar auglýsingar verði sýndir á stöðinni í kvöld. Hún boðar breytingar á dagskránni en vill ekki gefa upp hverjar þær breytingar séu. Samkvæmt heimildum Vísis verður engin dagskrá á Skjá einum í kvöld.

Þess í stað verður stillimynd á Skjánum þar sem áhorfendur eru hvattir til þess að skrifa undir áskorun til menntamálaráðherra. Skjár einn hefur að undanförnu barist fyrir breyttum reglum varðandi stöðu Rúv á auglýsingamarkaði.

„Þetta er liður í því að gera grein fyrir þessari stöðu og fá fólk til þess að styðja við okkur að þrýsta á stjórnvöld með að leiðrétta þetta samkeppnisumhverfi," segir Sigríður Margrét.

Hún segir að fyrirhugaðar breytingar á dagskrá Skjás eins eigi einungis við kvöldið í kvöld.

Hægt er að skrifa undir fyrrnefndra áskorun á www.skjarinn.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×