Erlent

Sögulegur fundur Kína og Taiwan

Hu Jintao forseti Kína.
Hu Jintao forseti Kína. MYND/AP

Hu Jintao forseti Kína hefur haldið sögulegan fund með varaforsetaefni Taiwan, Vincent Siew. Frá borgarastríðinu árið 1949 þegar Taiwan sleit sig frá Kína hefur ekki verið haldinn fundur með jafn valdamiklum mönnum landanna tveggja.

Fundurinn var haldinn á Hainan eyju í Kína á sama tíma og viðskiptaráðstefna fer þar fram. Hann var stuttur en fréttaskýrendur segja að hann gefi mikilvæg skilaboð um vilja til bættra samskipta, eftir versnandi samskipti síðustu ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×