Íslenski boltinn

Björn Bergmann skoðar aðstæður hjá Lilleström

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson. Mynd/Valli

Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður ÍA, er nú staddur í Noregi þar sem hann skoðar aðstæður hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Lilleström.

Þetta staðfesti Bjarni Guðjónsson, bróðir Björns, í samtali við Vísi í dag. Hann sagði einnig að Björn er væntanlegur til landsins aftur á morgun og þá eigi þeir fastlega von á því að Lilleström geri ÍA tilboð í Björn.

Björn hefur verið eftirsóttur af mörgum félögum í Evrópu undanfarið ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×