Íslenski boltinn

Rúnar Páll ráðinn þjálfari HK

Knattspyrnudeild HK hefur gengið frá eins árs samningi við Rúnar Pál Sigmundsson um að þjálfa liðið í 1. deildinni á næstu leiktíð.

Rúnar var aðstoðarþjálfari HK síðasta sumar en tók svo við liðinu þegar Gunnari Guðmundssyni var sagt upp. HK féll úr Landsbankadeildinni í sumar.

Í tilkynningu frá HK kemur fram að Rúnar hafi tekið á sig launalækkun til að bregðast við kreppuástandinu og að samningar við erlenda leikmenn félagsins verði ekki endurnýjaðir.

Sjá frétt á heimasíðu HK








Fleiri fréttir

Sjá meira


×